Guðmundur Andri og félagar með aukatónleika vegna mikillar eftirspurnar

Uppselt var á útgáfutónleika Guðmundar Andra Thorssonar og félaga laugardaginn 6.júní síðastliðinn og þess vegna verða þeir endurteknir laugardaginn 20.júní kl.16, til að gefa þeim tækifæri sem ekki komust að síðast.

Ótrygg er ögurstundin nefnist hin nýútkomni diskur með frumsömdum lögum og textum – og flytja þeir félagar lög af þessum diski, sem helst má lýsa sem lágværri, hlýrri og angurværri vísnatónlist.

Ritstjórn júní 19, 2020 14:59