Kvennalistinn breytti Íslandssögunni

Það voru merk tímamót þegar Kvennalistinn bauð fram til Alþingis árið 1983. Það er hreint ótrúlegt að það skuli vera 35 ár síðan.  Tíminn líður ótrúlega hratt. En það var þann 10. mars fyrir 35 árum sem Kvennalisti í Reykjavík stofnaður og það var hann sem bauð fram til þings 1983. Með tilkomu Kvennalistans fjölgaði konum á Alþingi verulega og hann breytti Íslandssögunni til frambúðar.

Þessum tímamótum verður fagnað í Hannesarholti annað kvöld, þriðjudagskvöldið 13.mars klukkan 20.

Sýnt verður úr heimildamyndinni ,,Hvað er svona merkilegt við það?“

,,Kvennalistabörn segja frá“ og Margrét Rún Guðmundsdóttir Kvennalistakona kemur frá Þýskalandi og segir frá kvennabaráttunni þar í landi.

Loks verða umræður og Kvennalistakonur sitja fyrir svörum.

Innifalið í miðaverði er uppáhellt kaffi og te. Takmarkaður sætafjöldi og því er mikilvægt að kaupa miða fyrirfram.

Hægt er að kaupa miða á tix.is.

Ritstjórn mars 12, 2018 12:45