Margir af eldri kynslóðinni finna stundum fyrir svima, þetta á ekki síst við elstu kynslóðina. Heilsuvera birti nýlega grein um svima og helstu orsakir hans. Heilsuvera er frábær vefur sem birtir margvíslegar heilsufarsupplýsingar og gerir fólki til dæmis líka kleift að panta tíma hjá lækni á heilsugæslustöðvum eða sjá hvaða lyf þeir eiga í apótekinu.
Í greininni á Heilsuveru segir að svimi sé þegar einstaklingur upplifir falska skynjun á hreyfingu. Þannig geti svimi stundum lýst sér þannig að það er eins og umhverfið snúist, eða það sé erfitt að halda jafnvægi. Mönnum getur líka þótt sem það sé að líða yfir þá. Oftast gengur þetta ástand hratt yfir og er sjaldnast hættulegt, en getur verið óþægilegt, segir í greininni þar sem orsökum svima er lýst.
Orsök svima getur verið margskonar t.d.
Aukaverkun af lyfjum
Einkenni frá innra eyra t.d. vegna sýkingar og/eða vökvasöfnunar
Hjarta og æðasjúkdómar
Járnskortur
Kvíði
Lágur blóðsykur
Lágþrýstingur
Mígreni
Taugasjúkdómar
Vöðvabólga í hálsi og herðum
Vökvaskortur
Fólks upplifir svima á mismunandi hátt, allt eftir orsökum hans. Í greininni er gerð grein fyrir þessari upplifun og orsökum svimas. Sjá nánar hér. Yfielitt lagast sviminn, án þess að gripið sé til aðgerða. En hvernig er best að bregðast við ef menn finna fyrir svima?
Leggjast niður ef mikill svimi
Rólegar hreyfingar, standa varlega upp
Hvílast
Drekka vökva
Forðast kaffi og áfengi
Hvenær skal leita aðstoðar?
Þú hefur áhyggjur
Heyrnarskerðing fylgir í kjölfarið
Máttminnkun er í andliti eða limum
Mikill höfuðverkur kemur í kjölfarið
Sjónskerðing fylgir í kjölfarið
Svimi fer ekki eða er endurtekinn
Þú varðst fyrir höfuðáverka
Finna næstu heilsugæslustöð og bráðamóttöku hér