Þann 1. september fellur íslykillinn úr gildi og eftir það verður eingöngu hægt að nálgast sínar upplýsingar á opinberum síðum með rafrænum skilríkjum. Þeir sem hingað til hafa notað íslykil en ekki fengið rafræn skilríki ættu að leita til síns banka og fá þau sem fyrst. Rafræn skilríki eru nauðsynleg fyrir fólk til að nálgast sínar síður á island.is, til að komast inn í banka, á heilsuveru og til að skrifa undir skjöl gegnum netið.