Lækkanir á fasteignaverði framundan

FFasteignasalan Húsaskjól hefur birt skýrslu sem hefur að geyma greiningu á húsnæðismarkaðinum, sem er unnin af Halldóri Kára Sigurðssyni hagfræðingi Húsaskjóls. Sjá hér.

Þar kemur fram að fasteignaverð sveiflast mikið, sérbýlisverð hefur hækkkað, en verð í fjölbýli hefur lækkað í fyrsta sinn í rúm tvö ár. Í skýrslunni kemur einnig fram að meðalsölutími er að lengjast, fjöldi þinglýstra kaupsamninga að dragast saman en nýbyggingum í sölu fjölgar töluvert. Íbúðaframboð hefur aukist um rúmlega 500 eignir á tveimur mánuðum.  Allt bendir til þess að framundan séu einhverjar lækkanir á húsnæðisverði, að því er fram kemur í skýrslunni.

Svokallaðar eignakeðjur eru að lengjast og fáir seljendur eru spenntir fyrir því að festast jafnvel í marga mánuði í eignakeðjum. En eignakeðja er þegar manneskja vill kaupa eign, en á eftir að selja sína og sá sem vill kaupa hana á líka eftir að selja og þannig koll af kolli. En með auknu framboði og lengingu á sölutíma verður auðveldara að finna eignir við hæfi.

Ásdís Ósk Valsdóttir eigandi Húsaskjóls mælir eindregið með því að fólk sem er að skipta um húsnæði, selji fyrst og kaupi svo. Helstu ástæður fyrir því eru að það er mögulegt að fá lengri afhendingartíma til að finna rétta eign og menn viti hvað þeir eru með í höndunum.  Þannig þurfi þeir ekki að brúa bilið með dýrri fjármögnun. “Þú verður alltaf betri kaupandi ef þú ert búinn að selja og kominn með staðfesta fjármögnun”, segir hún og bætir við að nýjar eignir sem séu að koma inn núna seljist nokkuð hratt að því gefnu að þær séu verðlagðar miðað við núerandi markað. Því sé mikilvægt fyrir seljendur að fara ekki inná markaðinn með yfirverðlagðar eignir.

Þeir sem íhuga fasteignaviðskipti geta fengið fría ráðgjöf frá Húsaskjóli um hvernig best er að snúa sér. Smellið hér til að panta ráðgjöf.

 

 

 

 

 

Ritstjórn nóvember 9, 2022 07:00