Arna Mathiesen er meò meistaragráu í arkitektúr frá Princeton háskóla í BNA og starfar- á islandi og í Noregi þar sem hún rekur arkitektastofuna April arkitektar. Hún er líka með ólæknandi garðyrkjuáhuga og heldur því fram að mannfólkið hagi sér ekki ólíkt plöntunum þar sem tegundirnar þrífist best í réttu samhengi.
Arna hefur búið í Noregi meira og minna í 30 ár en hún og eiginmaður hennar, Eyjólfur Kjalar Emilsson heimspekingur, fluttu þangað þegar Eyjólfur fékk prófessorsstöðu í heimspeki við háskólann í Osló. Þau eiga tvö uppkomin börn, Úlf Kjalar Eyjólfsson sem er leikstjóri í Noregi og Kristínu Önnu Eyjólfsdóttur en hún er gjörningalistamaður og er núna í meistaranámi við Listaháskóla Íslands. Arna er mjög ánægð með að fá tengingu heim til Íslands í gegnum dótturina. Hún hefur þó verið með annan fótinn á Íslandi frá Covidtímabilinu og var um tíma dósent í arkitektúr við Listaháskólann (LHÍ).
Sigraði alþjóðlega samkeppni í anda kjarnasamfélaga
Arna og vinkona hennar, Kjersti Hembre, stofnuðu arkitektastofuna Apríl arkitekta (April arkitekter) fyrir rúmum 20 árum, en nafnið ber með sér andblæ vorsins og gróandans og er þannig hugsað. Þær hafa teiknað margs konar byggingar í Noregi og á Íslandi, þar með talið íbúðarhús, allt frá stórum blokkum til rað-, einbýlishúsa og sumarbústaða, auk fjölda skipulagstillagna. Ferilinn hófst með sigri í alþjóðlegri samkeppni sem var í anda kjarnasamfélaga og síðan hefur Arna haft sérstakan áhuga á þess konar sambúðarformum. ,,Í vinningstillögunni okkar bjuggum við til kerfi sem virkaði þannig að öll húsin í samfélaginu voru tengd sameiginlegum rýmum sem voru gróðurhús þar sem íbúarnir gátu verið í tengslum og samskiptum, en gátu líka lokað að sér ef þeim sýndist svo.
Heimspekin í garðinum
Arna býr sjálf í gömlu húsi miðsvæðis í Osló þar sem hún segir að ríki Grjótaþorpsstemming. ,,Þetta eru lítil hús en pínulítill garður við hvert þeirra. ,,Þegar við tókum við húsinu var garðurinn bara með grasi sem ég fjarlægði,“ segir Arna. ,,Nú er hann fullur af ávaxtatrjám, berjarunnum, kryddjurtum, fjölæru salati og rótarávöxtum. Í garðinum mínum ríkir þessi heimspeki sem er svo augljós því þegar ég planta réttum plöntum saman verða þær glaðar og vaxa svo fallega. Það heitir samplöntun eða samrækt, ,,companion planting“ á ensku, og ég hef verið að skoða vel hvaða plöntur þrífast vel saman. Það er svo gaman að sjá hvað þær bera ríkulegan ávöxt þegar þeim líður vel. Fólk lítur á garðinn minn og sér algeran villigarð en með réttum gleraugum kemur í ljós að hann er gífurlega öflugur og talsvert skipulagður.
Þetta gengur út á ad fà plönturnar til ad styðja hvor undir aðra bannig ad ég þurfi sem minnst að gera siálf, en ég fái um leið sem mest æti úr gardinum. Það getur þó farið eins með plönturnar og mennina að stundum fer ein týpan að æsa sig og vaða áfram og taka yfir en þannig líður engum vel og þá er nauðsynlegt finna leiðir til að ná betra jafnvægi og spara vinnu við óviðráðanlega órækt þegar til lengri tíma er litið. “
Líkindin með samlífi plantna og manna
,,Því meiri fjölbreytni sem ríkir á tilteknu svæði í náttúrunni því betur er það í stakk búið að verða fyrir áföllum og rétta sig við,“ segir Arna. ,,Þannig vinnur náttúran og mjög einfalt er að yfirfæra þetta yfir á mannfólkið. Því meiri fjölbreytni sem er í samfélaginu því meira spennandi verður það, en ólíkir einstaklingar og hópar geta með lagni stutt hver aðra og fundið jafnvægi í samvinnu.
Arna segir að nú séu kjarnasamfélög (co-housing) að verða algengari og séu vinsæl í borgum í Skandinavíu – að til verði fjölbýli, hverfi og jafnvel þorp þar sem íbúarnir sjálfir taka sig saman og móta sjálfir svæðið sem best fyrir samfélagið sem þeir óska sér. Þeir eiga svo og reka þetta sjálfir, til dæmis í formi Húsnæðissamvinnufélags. Betri sameign gerir að verkum að íbúðirnar þurfa ekki að vera eins stórar og ella.
Þetta er algerlega á öndverðum meiði við það hvernig nánast öll íbúðabyggð er skipulögð og hönnuð á Íslandi í dag þar sem íbúum er ekki hleypt að hönnunarferlinu og neyðast því til að kaupa það sem þróunaraðilar telja auðveldast að selja á sem hæstu verði – því það er auðvitað þeirra eðli og höfuðmarkmið að græða sem allra mest. Markhópurinn er oftar en ekki eldra fólk sem á verðmætar eignir fyrir sem eru orðnar óhentugar fyrir eigendurna. ,,Kjarnasamfélög náðu flugi á sjöunda áratugum í Danmörku aðallega – 68 kynslóðin kannast við anga þessara hugmynda frá því þegar byggðar voru blokkir hér þar sem á neðstu hæðinni var sameiginlegt rými þar sem hægt var að halda barnaafmæli eða stærri veislur. Nú er því miður búið að búa til íbúðir í svona rýmum eða selja mörg þeirra undir eitthvað annað en það sem kemur til góða samfélaginu í blokkinni.“ segir Arna.
Samfélag manna
,,Sumir halda að kjarnasamfélög inniberi félagslegar hugmyndir sem passa bara fyrir samfélög Svía og Dana, en vel að merkja eru í Bandaríkjunum orðin til fjölmörg svona ‚,þorp“ og fjölbýlishús undanfarið, þar sem íbúarnir taka sig saman og þróa verkefnið sjálfir með aðstoð arkitekts sem leiðir þá í gegnum ferlið. Þetta fjallar um frelsi einstaklingsins – til að geta sjálfur haft eitthvað að segja um hvernig við lifum saman og hvernig íbúðin okkar er skipulögð, en ekki láta bjóða sér hvað sem er og vera gróðalind fyrir aðra. Svo þarf allt að stemma við það sem fólk hefur ráð á og þörf fyrir,. Líka hvernig samskiptin geta verið þægilegust, og hvernig best sé hugað að einkalífinu. Fólk getur til dæmis skipst á að elda í flottu sameiginlegu eldhúsi með fjölnota sal, og/eða stundað þar jóga saman o.s.frv. Hægt er að deila verkstæði og jafnvel verkfærum og bílum. Það getur verið töluverður sparnaður í samfloti og sameiginlegum innkaupum til dæmis, bæði hvað varðar kostnað og tímasparnað.
Eldra fólk lendir oft illa í því af því það eru einmitt þau sem hafa komið undir sig fótunum, eiga tvo bíla og hafa lengi hagað lífi sínu þannig að aðeins nánasta fjölskylda hefur verið með í dags daglegu lífi. Svo kemur að því að líf barna og barnabarna tekur aðra stefnu eða makinn fellur frá og þá verður til tómarúm sem er ekki svo auðvelt að fylla og einsemdin blasir við án frekari áforma. Þá geta kjarnasamfélög verið lausn sem engin ástæða er til að fresta því að kanna hvort maður gæti haft gagn og gaman af, bæði nú og/eða ef aðstæður breytast, því svona tekur tíma að koma á koppinn.
Sumir á þessum aldri luma á eignum sem eru jafnvel svo stórar að hægt væri að koma fyrir litlu kjarnasamfélagi, annað hvort í byggingunni sem væri þá breytt til að hafa fleiri íbúðir, eða á lóðinni þar sem byggja mætti viðbyggingu eða fleiri byggingar á. Hægt er að fá með sér arkitekt til að kanna svona möguleika til hlítar.
Það þarf bara eina sprautu sem er staðráðin í að vilja búa í kjarnasamfélagi og hún getur hrifið með sér fleiri í upphafi ferlisins. Hægt er að byggja á reynslu annarra þjóða – til að mynda í Finnlandi þar sem fyrsta kjarnasamfélagið var tilbúið fyrir 10 árum og tíunda kjarnasamfélagið er í þróunarferli núna. Finnar, sem hafa reynsluna, telja algera forsendu vellukkaðra kjarnasamfélaga í landi þar sem þetta er frekar lítið þekkt, að byrja fyrst að búa til félagslegu innviðina – að hefja samtalið um gildi sem hægt væri að sammælast um, þótt ekki sé nema kringum eldhúsborðið. Og þá er lykilatriði að hleypa hverjum sem vill að borðinu. Margir koma og fara og finna að þetta er ekki fyrir þá, en aðrir verða spenntari og finna að þeir hafa eitthvað sérstakt fram að færa sem getur þokað málum áfram í samvinnu við hina, og fái eitthvað verðmætt á móti.“
Kjarnasamfélög draumurinn
Arna og Eyjólfur eru nú búsett í Osló en bæði hafa þau verið með verkefni á Íslandi. ,,Það væri ofboðslega gaman að geta komið að því að búa til kjarnasamfélög á Íslandi. Um leið og ég sé kostina við þannig samfélög veit ég að það er líka hörkuvinna og skipulagshæfni nauðsynleg til að láta hlutina ganga upp. En þá þarf að huga að því að vanda samtal og samspil, og mikilvægt að fólk sé ,,kúltiverað“ sem þýðir að vera kurteis og samvinnuþýður en á ensku þýðir orðið ,,cultivate“ að rækta. Ég held að nú séu að koma upp nýjar kynslóðir sem séu tilbúnar að gefa kjarnasamfélögum tækifæri og sjái kostina við fyrirkomulagið sem ber í sér deilihagkerfi sem er umhverfisvænt og hagstætt. Nú er líka 68 kynslóðin komin yfir miðjan aldur og sá hópur er líklegur til að skilja vel út á hvað slík samfélög ganga. Þess vegna eygi ég von um að fá að teikna góða og fallega umgjörð fyrir íslenskt kjarnasamfélag einn góðan veðurdag,“ segir Arna brosir.
Sólveig Baldursdóttir, blaðamaður Lifðu núna skrifar.