Námskeið með Eddu Björgvinsdóttur í EHÍ

Kímni eða húmor í öllum sínum fjölbreytileika er viðfangsefnið á þessu námskeiði. Mjög mikilvæg var sú uppgötvun þegar ljóst var að húmor væri sá styrkleiki sem drægi hvað mest úr streitu.

Á námskeiðinu er fjallað um hverjir séu styrkleikar okkar og annarra. Hvernig við eigum að nýta okkur styrkleika okkar betur. Edda mun skoða allar hliðar á húmor.

Ávinningur þátttakenda

Þátttakendur öðlast færni í að auka eiginskyrkleika sem eykur sjálfsþekkingu og vellíðan. Á námskeiðinu fá þátttakendur tæki og tól til að bæta samstarf og auka sveikjanleika.

Edda Björgvinsdóttir lauk leiklistarnámi frá Leiklistarskóla Íslands og meistaranámi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Hún hefur einnig lokið diplómu á meistarastigi í jákvæðri sálfræði frá ENDURMENNTUN HÍ. Edda hefur víðtæka reynslu af námskeiðs- og fyrirlestrarhaldi af ýmsum toga.

Á námskeiðinu eru íslensku Styrkleikakortin notuð en þau eru afar öflugt tæki til að hjálpa okkur að greina og nýta styrkleika okkar en þau eru innifalin í námskeiðsgjaldi.

Námskeiðið verður haldið 1. og 2. júlí  og hægt er að skrá sig á netslóðinni: https://www.endurmenntun.is/namskeid/stakt-namskeid?courseID=488V20

 

Ritstjórn júní 25, 2020 14:17