Ofnbakaður karrífiskur með grænmeti

700 g ýsa eða þorskur, roðflettur og beinlaus

1 1/2 bolli soðin hrísgrjón

1 kúrbítur eða paprika, jafnvel bæði

1 dl tikka masala karrísósa, t.d. frá Patak´s

3-4 tómatar

1 1/2 dl mjólk eða matreiðslurjómi

ferskt kóríander til skrauts og bragðauka ef vill

Þessi réttur fer í uppáhaldshornið í bókinni. Hitið ofninn í 200°C. Dreifið hrísgrjónum á botninn á eldföstu fati. Skerið kúrbítinn í sneiðar og raðið þeim ofan á. Skerið fiskinn í bita og raðið ofan á kúrbítinn. Dreifið Tikka masala sósunni yfir. Skerið tómatana í sneiðar og raðið ofan á og hellið að lokum mjólkinni jafnt yfir allt saman. Setjið í ofninn og bakið í 20-25 mín. Berið fram með naan brauði.

Tikka masala sósur og aðrar karrísósur eru gjarnan tengdar kjúklingaréttum en fara ekki síður vel með fiskréttum.

 

Ritstjórn febrúar 7, 2020 10:39