Ótrúlega bragðgóð fiskisúpa

Sumarið er farið að minna á sig og þá líður að því að grilláhöldin verði dregin fram. En áður en það gerist er ekki úr vegi að draga fram nokkrar góðar fiskisúpuuppskriftir og hér er ein:

Fiskisúpa með tómatbragði

1 stór laukur, saxaður

1 gulrót, gróft rifin eða söxuð

msk. smjör

2 msk tómatmauk

2 msk. ungversk paprika

1 tsk. chili

8 dl fiskisoð, vatn og teningur eða soð af beinum

2 tímatar, saxaðir

1 tsk. hunang

2 dl sýrður rjómi

1 msk. kartöflumjöl

600-700 g fiskur, skorinn í bita, má vera hvaða fiskur sem er en lax eða þorskhnakkar eru tilvalinn kostur

3 msk. sýrður rjómi

Steikið lauk og gulrót í smjöri þar til laukurinn er orðinn mjúkur. Bætið tómatmaukinu, papriku og chili útí og steikið í 2 mínútur til viðbótar. Bætið fiskisoði út í ásamt tómötum og hunangi og sjóðið áfram í 15 mínútur. Hrærið sýrðum rjóma og kartöflumjöli saman við. Hitið vel, bætið fiskbitum út í og sjóðið áfram í 3-4 mínútur. Berið sýrðan rjóma fram með og fólk getur bæt í ef vill. Mjög gott er að bjóða langt súrdeigsbrauð með þessari súpu.

Ritstjórn apríl 16, 2021 13:51