Páskalambið

Fyllt lambalæri er svo bragðgott að það er næstum því syndsamlegt. Eins og fleiri uppskriftir sem við birtum eiga þær uppsuna sinn til meistara Úlfars Finnbjörnssonar en með tímanum taka uppskriftir alltaf einhverjum breytingum eftir því sem þær eru notaðar oftar. En meistarinn bjó þessa til fyrir löngu síðan.

1 lambalæri, u.þ.b. 2,2 kg

10-12 sólþurrkaðir tómatar

10 döðlur, saxaðar

3 msk. furuhnetur

3 msk. rautt pestó

2-3 hvítlauksrif, smátt söxuð

10-15 fersk basilblöð, söxuð

1 tsk. ferskt rósmarín, saxað

nýmalaður pipar

salt

Úrbeinið lærið að hluta en skiljið leggbeinið eftir. Góður kjörkaupmaður gerir það fyrir okkur ef hann er beðinn. Blandið saman fetaosti, tómötum, furuhnetum, pestói, hvítlauk, kryddjurtum, pipar og salti í skál og fyllið holrúmið á lambalærinu með blöndunni. Lokið vel fyrir með grillpinnum. (Gott er að brjóta af það sem út úr stendur áður en lærið fer á grillið ef notaðir eru trépinnar svo þeir brenni ekki.) Nuddið lærið með olíu og kryddið það að utan með pipar og salti. Hitið grillið vel og hafði lokið yfir á meðan. Slökkvið síðan á öðrum brennaranum þannig að lærið sé ekki beint yfir eldinum. Lokið grillinu og grillið lærið í eina klukkustund eða eftir smekk. Snúði því einu sinni eða tvisvar á grilltímanum. Takið lærið af grillinu þegar það er tilbúið en látið það standa í 15 – 20 mínútur áður en það er skorið. Grillað eða ofnbakað grænmeti og uppáhaldssósa finnst mörgum ómissandi með lambakjöti en aðalmeðlætið er síðan fyllingin.

Verði ykkur að góðu!

 

 

Ritstjórn apríl 10, 2020 09:08