Reynslumesta fólkið rekið heim

Katrín Baldursdóttir

„Það er auð­vitað alveg út í hött að reka sína bestu menn af velli. Það hljómar eins og lyga­saga. En hún er sönn. Að minnsta kosti hvað varðar vinnu­mark­að­inn á Íslandi. Fólk er rekið út af þrátt fyrir mikla reynslu, dugn­að, sam­visku­semi, holl­ustu, alúð og áhuga. Hér er átt við launa­fólk sem komið er yfir fimm­tugt. Atvinnu­rek­endur virð­ast ekki hafa smekk fyrir því fólki,“ segir Katrín Baldursdóttir  stjórnmála- og atvinnulífsfræðingur í pistli á vef Kjarnans.

„Þrátt fyrir alla þá kosti sem meiri­hluti þessa hóps býr yfir. Þarna kasta menn á glæ gíf­ur­legum verð­mætum og öllum arð­inum í krafti reynsl­unn­ar. Arð­inum sem íslenskt þjóð­fé­lag myndi ann­ars njóta ávaxt­anna af. Það má með sanni segja að þessi hópur 50+ sé komin í meist­ara­deild­ina á vinnu­mark­aði. Þetta eru meist­ar­arnir sem ekki ein­ungis hafa reynsl­una heldur hafa í gegnum árin lært af mis­tök­unum sem er gríð­ar­lega mik­il­væg reynsla. Þetta er fólkið sem sér heild­ar­mynd­ina, hefur reynslu af því hvað virkar og hvað virkar ekki,“ segir Katrín.

Hún ræðir langtímaatvinnuleysi meðal eldra fólks og segir: „Og það er sér­stak­lega erfitt fyrir konur að fá vinnu eftir fimm­tugt. Mun fleiri konur en karlar búa við lang­tíma­at­vinnu­leysi og fá jafn­vel aldrei vinnu eftir fimm­tugt. Alveg sama þó þær hafi átt far­sælan starfs­fer­ill og hafi góð með­mæli. Þetta á líka við um konur sem hafa góða mennt­un. Oft er það svo að konur í þessum ald­ur­hópi fá ekki einu sinni svör þegar þær sækja um vinnu. Þær sækja um vinnu eftir vinnu en fá eng­inn svör. Þetta á auð­vita líka við um karl­ana. Því­líkt virð­inga­leysi.“

Í lok pistilsins spyr Katrín? En hvað er til ráða? Þetta er auð­vitað mál sem þarf að gera samn­inga um á vinnu­mark­aði, við hið opin­bera og atvinnu­rek­end­ur. Verka­lýðs­hreyf­ingin verður að taka þetta mál föstum tökum og leið­rétta þetta. Það ætti ekki að vera erfitt, því eins og fyrr segir tapa allir á því að fleygja fólki 50+ frá borði. Það þarf að setja málið á dag­skrá og það strax. Menn þurfa að kasta milli sín hug­myndum um hver sé besta lausn­in. Kannski ald­urskvóti í anda kynja­kvóta. Hver sem lausnin verður er ekki hægt að halda áfram þeirri reg­in­heimsku að reka meist­ar­deild­ina út af vinnu­mark­aði.  Hér er hægt að lesa pistil Katrínar í heild.

Ritstjórn október 24, 2018 18:54