Rósroði er nokkuð algengur húðkvilli sem kemur fram í andliti þegar við eldumst. Það er sjaldgæft að fólk undir þrítugu fái rósroða. Hann einkennist af roða á enni, nefi, kinnum og höku og ef ekki er reynt að stemma stigu við rósroðanum fara háræðarnar að verða sýnilegri og bólur og fílapenslar geta sprottið upp. Í sumum tilfellum verða augun viðkvæm, vökvakennd og blóðhlaupin. Í einstaka tilvikum getur húiðin í andlitinu þykknað.
Það er ekki hægt að lækna rósroða en húðsjúkdómafræðingurinn Amy Wechsler segir í viðtali við Huffington Post að það sé hægt að draga úr einkennunum. Árstíðabundnar veðurbreytingar, streita, of lítill svefn, sterkur matur, of mikil áfengisneysla, ferðalög, að reyna nýjar snyrtivörur, kvef og aðrar pestir geta aukið einkennin. Amy segir að fólk með rósroða hafi oft viðkvæma húð sem þoli illa kulda.
Hér eru nokkur góð ráð fyrir þá sem eru með rósroða.
- Notið rakakrem tvisvar á dag. En ekki hvaða rakakrem sem er, sum krem geta ýtt undir rósroðann. Varastu andlitskrem sem svíður undan eða valda roða. Svo sem krem sem innihalda: alkahól, mentol, piparmintu og ólívuolíu svo eitthvað sé nefnt. Notið lyktarlausar vörur.
- Sól, hiti, raki, vindur og kuldi eru slæm fyrir þá sem eru með rósroða. Ekki láta sólina skína á andlitið og fólk ætti að halda sig innandyra í kældu rými þegar heitt og rakt er úti. Skýlið andlitunu með trefli í kulda og notið rakakrem.
- Mataræði getur haft mikil áhrif á þá sem eru með rósroða en það er hins vegar einstaklingsbundið hvaða matvörur geta aukið á rósroðann. Flestir þola þó illa sterk kryddaðan mat. Áfengi er þekktur áhrifavaldur og getur komið kasti af stað. Ef fólk fær roða við það að drekka áfengi ætti það að takmarka neysluna eða sleppa því að drekka. Heitir drykkir geta líka verið skaðlegir en það virðist virka fyrir flesta að láta kaffið eða aðra heita drykki kólna áður en þeirra er neytt.
- Auk þess eru nokkrir aðrir þættir sem geta aukið á vandann svo sem að sofa of lítið. Fólk ætti því að huga að því að fá góðan nætursvefn. Þá ætti fólk að forðast streitu. Álag er einn af áhrifavöldunum. Fólk sem stundar líkamsrækt ætti að forðast erfiðar og hraðar æfingar sem valda því að það hitnar mikið og roðnar í framam.