Besti jólaísinn!

2 pelar rjómi, þeyttir

5 eggjarauður + 1 egg

6 msk. sykur

4 msk. sherrí

1 vanillustöng, klofin í tvenn og skafið innan úr

Eggjarauður, eggið og sykurinn þeytt saman. Þeytta rjómanum blandað saman við og sherríið síðast. Blandað saman með sleif. Skafið innan úr vanillustönginni og blandið vanillunni saman við kremið. Þá er blandan sett í form og fryst jólaísinn er tilbúinn. Sumum þykir mjög gott að bera heitt súkkulaði fram með þessum ís en þá er 100 g suðusúkkulaði brætt í potti með 1/2 dl af rjóma.

Þetta krem er líka óviðjafnanlega gott ófryst út á ferska ávexti.

 

Ritstjórn desember 17, 2021 07:00