Sextug fyrirsæta gefur ráð um snyrtingu eldri kvenna

Cindy Joseph

 

Cindy Joseph er 66 ára og hefur notað gott útlit sitt, sér til framdráttar í lífinu. Hún starfaði sem fyrirsæta á sínum yngri árum og hefur nú ákveðið með hækkandi aldri, að notfæra sér útlitið á sama hátt. Það, út af fyrir sig, er merkilegt viðhorf og hefur orðið til þess að í kringum Joseph hefur orðið til ákveðin hreyfing. Og aðvitað komu fjármálaspekúlantar auga á tækifærin sem fólust í nýju og fersku viðhorfi Cindy Joseph til þess að eldast og hafa notað nafn hennar í vörumerki. Hún miðlar af reynslu sinni og segir að allar konur geti nýtt sér aðferðir hennar því aldurinn fari eins með líkama okkar, náttúran vinni sitt verk hvort sem verið er að tala um húð eða hár. Hér segjum við frá ráðum hennar varðandi húðina.

„Ljóst er að útlit stjórnast auðvitað af erfðum að einhverju leyti en Cindy segist vita af eigin raun að við getum gert svo margt sjálfar til að viðhalda líkamanum. Reynsla annarra sýni það einnig. „Það gerum við auðvitað fyrst og fremst með lífsháttum okkar og svo með því að nota húðvörur skynsamlega,“ segir Cindy og gefur konum til dæmis eftirfarandi ráð og biður þær að muna að MINNA ER BETRA og á við að mikill farði hafi öfug áhrif og ýkji frekar það sem verið er að reyna að hylja.

 

1 Notið krem en ekki púður á andlit og háls því púðrið gerir línur sýnilegri.

 

2 Finnið varalit sem tónar við lit á innanverðum vörum og í góm.

 

3 Ekki forma augabrúnirnar eins og þær voru þegar þú varst tvítug.

 

4 Ekki nota augnskugga. Notið bara maskara til að skerpa útlínur augnanna og í mesta lagi daufar línur umhverfis augun.

 

5 Lituð dagkrem virka ekki. Ef þú ætlar að nota krem til að jafna út húðlitinn skaltu finna krem sem er þekjandi en gefur ekki lit.

 

 

Ritstjórn ágúst 28, 2017 15:10