Skemmtilegt meðlæti með grillmatnum

Grillaðar bökunarkartöflur og sætar kartöflur með kryddjurtum.

Óhætt er að segja að þessar grilluðu kartöflur fari vel með öllum grillmat, hvort sem er fiskur eða kjöt:

200 g bökunarkartöflur og 200 g sætar kartöflur

4 msk. olía

1 tsk. salt

4 hvítlauksrif, pressuð

3 tsk. rósmarínnálar, saxaðar

Setjið kartöflusneiðarnar í pott í saltvatni þannig að fljóti yfir þær. Sjóðið í 4 mínútur eða þar til þær eru farnar að mýkjast. Takið þær þá úr vatninu og kælið í köldu vatni. Sigtið síðan allt vatn frá og þerrið sneiðarnar. Setjið þær síðan í skál ásamt olíu, salti rósmaríni og hvítlauk og blandið vel saman. Grillið á vel heitu grilli báðum megin í 2-3 mín. á hvorri hlið.

Ritstjórn júní 18, 2021 15:23