Skrýtin og skemmtileg orð

 

Orðin eiga helst að vera skrýtin eða skemmtileg. Samt langar mig að nefna eitt sem útvarpið notar mikið og mér finnst reglulega leiðinlegt . Það er ,,meðaljón“. Meiningin er sjálfsagt meðalmaður alla vega notað í því sambandi. Var þetta búið til af því að Jón er algengasta karlmannsnafn á landinu? Samt er engin „meðalgunna.“ Eru ekki fleiri en ég sem finnst þetta ljótt og leiðinlegt? Segjum bara meðalmaðurinnn og losum okkur við þessa fígúru úr málinu. – Vel á minnst: hvaðan kemur orðið fígúra,“ segir  Ágústa Ósk Jónsdóttir á fésbókar síðunni Skemmtileg íslensk orð. Stofnendur síðunnar segja að tilgangurinn með henni séu;  „Skrýtin og skemmtileg íslensk orð, falleg orð, orð sem ættu ekki að falla í gleymsku, orð sem mætti endurlífga, nýyrði, orð sem okkur er annt um. Hér getur fólk talað um það sem þeim finnst skemmtilegt, mikilvægt, pirrandi og áhugavert og varðar tungumálið íslensku.“

„Þrælgóður, þrælflottur, þrælduglegur, þrælfallegur, þrælmyndarlegur, þrælfyndinn, þrælskemmtilegur. Þetta eru dæmi um nokkur lýsingarorð sem ég nota sjálfur mjög mikið. Öll eru þau jákvæð en er það samt ekki skrýtið með tilliti til þess að þau byrja öll á þræl-,“ skrifar Valur Pálsson á síðuna.

Auglýst eftir matráði

Ýmiss skemmtileg orð rifjuðust upp fyrir pistalahöfundi þegar hann fór að skoða síðuna.  Heimasæta. Hvað þýðir nú þetta er spurt á síðunni. Það stendur ekki á svari: Dóttirin á bænum sem býr heima, oftast átt við unga og ógifta konu eða ungling.  Annar segir á síðunni. Rak augun í auglýsingu í morgun þar sem auglýst var eftir matráði. Ég hef ekki heyrt það áður en finnst það gott. Matgæðingurinn Nanna Rögnvaldardóttir svarar og segir.  „Það eru fjörutíu ár síðan bannað var með lögum að kyngreina í starfsauglýsingum, það fannst okkur stelpunum nú töluvert framfaraskref í jafnréttisátt. Það þýðir ekki að starfsheiti hafi ekki málfræðilegt kyn eftir sem áður. Það er ekkert sem segir hvort læknir, lögfræðingar, ráður eða tæknir er karl eða kona. Rétt eins og það er ekkert sem segir að hetja sé endilega kona þótt orðið sé í kvenkyndi.  Fyrir þá sem hafa áhuga á íslenskri tungu er þetta slóðin inn á síðuna.

https://www.facebook.com/groups/?category=membership

 

 

 

 

 

Ritstjórn júlí 7, 2016 10:37