Heiðarprjón er ný og spennandi prjónabók með fjölbreyttum og fallegum uppskriftum. Bókin er eftir danska prjónahönnuðinn Lene Holm Samsøe sem er íslenskum prjónurum að góðu kunn. Það eru þær Ásdís Sigurgestsdóttir og Guðrún B. Þórsdóttir sem þýða. Allar uppskriftir er mjög skýrt og veluppsettar sem gerir þær mjög aðgengilegar og auðvelt að fara eftir þeim. Myndrænar leiðbeiningarnar hjálpa einnig mikið og ýtarlegar upplýsingar um ýmislegt er varðar prjónaskap. Hér er að finna gullfallegar peysur, pils, kjóla, kraga, sokka og fleira og spennandi sem gaman er að hafa á prjónunum meðan daginn tekur smám saman að lengja.