Tengdar greinar

Sveitastrákurinn sem varð forstjóri Coldwater

Ævisaga Jóns Gunnarssonar athafnamanns, sem stofnaði Coldwater fyrirtækið í Bandaríkjunum á síðustu öld og lagði þannig grunn að fiskútflutningi þangað frá Íslandi, er athyglisverð bók, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á atvinnumálum, pólitík og efnahagsþróun hér á landi. Bókin er eftir Jakob F Ásgeirsson og er ágætis lesning í sumarfríinu,

Jón Gunnarsson var sveitastrákur úr Langadal í Húnavatnssýslu. Hann braust til mennta  og var fyrsti Íslendingurinn sem útskrifaðist sem verkfræðingur frá MIT háskólanum í Bandaríkjunum.   Af þeirri ástæðu virðist það ekki hafa verið auðsótt að hann fengi inngöngu í Verkfræðngafélag Íslands strax og hann kom heim eftir nám og störf vestra. Hann hafði tekið Samvinnuskólapróf, farið í tækniskóla í Noregi og þaðan í verkfræðinámið í Bandaríkjunum. Þetta var ekki hin hefðbundna námsleið íslenskra verkfræðinga á þeirri tíð, en að lokum fékk hann þó inngöngu í félagið. Jón hafði mikinn áhuga á gatnagerð og taldi Íslendinga eiga margt ólært í þeim efnum. Hann stýrði Síldarverksmiðjum ríkisins um nokkurt skeið, eða þar til hann fór til Bandaríkjanna á vegum SH til að vinna að fiskútflutningi þangað. Annar helsti frumkvöðullinn að stofnun SH  var Ólafur Þórðarson en hann var áfram um að fá Jón til starfans.

Hann sá í hendi sér að ekki myndi völ á betri manni til að stýra útrás íslenskra frystihúsaeigenda í Bandaríkjunum. Jón hafði ekki aðeins stjórnarðstærsta fyrirtæki landsins af röggsemi, heldur bjó hann yfir mikilli vitneskju um tækninýjungar í sjávarútvegi, talaði ensku reiprennandi og þekkti vel til aðstæðna í Bandaríkjunum eftir nám sitt og störf þar og markaðsleit á vegum Síldarverksmiðjanna á stríðsárunum.

Hólmfríður Sigurlína Björnsdóttir eiginkona Jóns og börnin Guðríður (móðir Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins) og Gunnar Björn

Jón flutti með fjölskylduna, eiginkonu og tvö börn til Bandaríkjanna. Hann lét hendur standa fram úr ermum og lagðist í ferðalög um öll Bandaríkin til að kynna sér aðstæður. Í bókinni segir að honum hafi á undraskömmum tíma , aðeins 2-3 árum, tekist nánast upp á eigin spýtur að ná traustri fótfestu fyrir sölu á frosnum fiski frá  Íslandi á torsóttasta en um leið verðmætasta markaði heims. Sumarið 1947 fanst Jóni réttur tími til að segja á fót sérstakt bandarískt fyrirtæki um starfsemina vestanhafs. Coldwater eða The Coldwater Seafood Corporation var stofnað 30.júní 1947.

Þegar umsvifin fóru að aukast færði Jón fyrirtækið um set í glæsilegt stórhýsi nr. 511 við Fifth Avenue, rétt hjá Grand Central-brautarstöðinni. Coldwater var á fjórðu hæð í allstórum sal þar sem fimm til tíu manns gátu unnið við skrifborð, auk þess sem eitt hornið var stúkað af fyrir forstjórann og einkaritara hans.

Jóni tókst að þrefalda fisksöluna til Bandaríkjanna strax á fyrsta ári, úr um 370 þúsund dollurum í tæplega 1,1 milljón dollara. Árið 1950 kom annað stórt stökk eða úr 1,2 milljónum dollara í um 3 milljónir dollara og svo það þriðja 1951 þegar salan varð um 5,5 milljónir dollara. Þá var hlutur Coldwater í heildarútflutningi SH orðinn ríflega 40% eða 10.300 tonn af 24.400 tonna heildarframleiðslu SH-frystihúsanna.

Þessi mikli árangur hefði ekki náðst án hins skilvirka og viðamikla sölukerfis um öll Bandaríkin sem Jón byggði upp, auk marksiss auglýsinga- og kynningarstarfs sem Jón skipulagði og dreif áfram af þeirri atorku og útsjónarsemi sem hann var svo ríkulega gæddur“.

Coldwater átti síðar eftir að byggja upp fiskréttaverksmiðju í Nanticoke, smábæ skammt frá höfuðborgini Washington og gera tilraunir til að komast inná Evrópumarkaði.  Þessi uppbygging gekk ekki þrautalaust. Pólitík blandaðist mikið inní störf Jóns Gunnarssonar alla tíð. Hann var og umdeildur maður og ekki allir sáttir við þær aðferðir sem hann beitti hjá SH. Árið 1962 lét hann af störfum fyrir SH og Coldwater. Það var mikið úr því gert í íslenskum fjölmiðlum þegar hann byggði hús fyrir fjölskyldu sína hér á Íslandi á sjötta áratugnum. Um það sagði í Alþýðublaðinu.

Vegfarendur um Álftanesveginn í sumar hafa tekið eftir mjög sérkennilegu húsi sem er að rísa í hrauninu skammt frá veginum í Garðahreppi. Er þarna að rísa hús með kalifornisku sniði, svonefnt „bungalo“-hús. Slík hús eru öll á einni hæð og því geysilega stór að flatarmáli og með mjög stórum gluggum. Eru þau algeng í Kaliforníu og munu margir kannst til vlík hús úr kvikmyndum…….

 

 

Ritstjórn júlí 23, 2019 07:23