Tom Jones er dýrðlegur söngvari

„Tom Jones kom fram með sinn eigin sérstaka stíl og hefur haldið tryggð við hann í öll þessi ár. Mér finnst hann dýrðlegur söngvari,“ segir Ragnar Bjarnason, tónlistarmaður sem hefur fylgst með ferli Jones frá upphafi. Tom Jones heldur tónleika í Laugardalshöllinni á mánudagskvöld og enn er eitthvað af lausum miðum til sölu. „Hann er stöðugt að og hefur greinilega gaman af því að koma fram. Tom Jones hefur hreyft við unglingum á öllum aldri,“ segir Ragnar. Tom Jones hefur komið til Íslands áður, hann hélt tónleika á Broadway árið 1990. Ragnar fór á þá tónleika og segir þá hafa verið afar eftirminnilega.

 

 

Tom Jones og lagið Help Yourself

 

https://www.youtube.com/watch?v=OvHkWl8HfrI

 

 

 

Ritstjórn júní 4, 2015 16:00