Veldur miklum vonbrigðum

Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar liggur nú fyrir í endanlegri mynd. Í henni eru lín­urnar lagðar í rík­is­fjár­mál­unum til næstu fimm ára. Ekki eru allir parsáttir þegar kemur að framlögum til aldraðra og öryrkja. Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur gagnrýnir áætlunina harðlega á bloggi sínu og segir: „Áætlunin veldur miklum vonbrigðum. Hún eykur ójöfnuð í landinu og gerir ekki ráð fyrir auknum framlögum til aldraðra og öryrkja nema vegna fjölgunar.Það eru fleiri sem taka undir gagnrýni Björgvins á fjármálaáætlunina Birgir Þórarinsson Miðflokknum segir í Fréttablaðinu að það hafi slegið hann að ekki sé gert ráð fyrir hækkun til eldri borgara og öryrkja heldur aðeins verðlagshækkunum. „Samtímis á að lækka bankaskattinn. Þessar áherslur, með Vinstri græna í forsvari, eru afar sérstakar og mikil vonbrigði,“ hann.  Fréttablaðið ræðir einnig við Björn Leví Gunnarsson Pírata sem tekur í svipaðan streng, hækkanir til aldraðra og örykja hefðu mátt vera hærri, þær einfaldlega fylgi fólksfjölgun í þeim hópum. Inga Sæland Flokki fólksins segir í blaðinu að það sé mikið talað um efnahagslega hagsæld og félagslegan stöðugleika það sé aukið svigrúm til útgjalda og til að bæta lífskjör fólksins í landinu. „Því miður sé ég ekki eina einustu krónu sem á að setja í fólkið okkar sem býr við bágustu kjörin,“ segir Inga „Með skattkerfisbreytingum er verið að hygla hálaunafólki og fjármagnseigendum á kostnað millitekjufólks og lágtekjufólks. Það er ekkert í aukningu í barnabætur, ekkert í vaxtabætur, það er beinlínis verið að draga úr stuðningi við húsnæðisuppbyggingu og öll viðbótin til aldraðra og öryrkja er fyrst og fremst vegna lýðfræðilegra þátta,“ sagði  Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar um fjármálaáætlunina á RÚV.

Ritstjórn apríl 5, 2018 10:52