Viltu flytja til útlanda þegar þú ferð á eftirlaun?

Greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins vegna lífeyris inná erlenda reikninga hækkuðu um 47% á síðasta ári. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.  Blaðið vitnar í ársskýrslu TR en þar kemur fram að greiðslur inná erlenda reikninga voru 500 milljónir króna, en lífeyrisgreiðslur til einstaklinga sem búa erlendis voru um 3, 5 milljarðar á síðasta ári.  593 lífeyrisþegar kusu að fá lífeyri greiddan inná erlenda reikinga árið 2018, þar af voru 371 67 ára og eldri. Lifðu núna hefur birt viðtöl við eftirlaunafólk sem býr erlendis og finnst því verða meira úr eftirlaununum þar, en hér heima. Hér er til dæmis viðtal við Kristján E. Guðmundsson sem flutti til Berlínar. Aðrir dvelja hluta úr ári í útlöndum. Það er þó að mörgu að hyggja ef menn vilja flytja til útlanda og ástæða til að kynna sér vel hvaða áhrif það hefur á ýmis réttindi í kerfinu, en um það segir í grein Morgunblaðsins

Tryggingastofnun greiðir lífeyri til samningslanda og þar ber hæst EES/EFTA samningurinn og Norðurlandasamningurinn um almannatryggingar auk þess sem greiddur er lífeyrir til Kanada og BNA. Eingöngu eru greiddar bætur samkvæmt almannatryggingalögum en ekki samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, sem þýðir að félagsleg réttindi falla niður en lífeyrir samkvæmt almannatyrggingalögum helst svo framlarlega sem viðkomandi flytur til samningslands.

Ritstjórn júní 4, 2019 10:13