Fasteignagjöld Reykvíkinga lækkuð og felld niður hjá þeim tekjulægstu

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til í borgarráði í morgun, að fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði í Reykjavík, yrði lækkaður úr 0.2% af fasteignamati í 0.18%, eða um 10%. Þá voru samþykktir auknir afslættir af fasteignagjöldum og fráveitugjöldum til eldri borgara og öryrkja sem mið taka af tekjum þeirra.  Dagur segir þessa lækkun til komna vegna mikilla hækkana á fasteignaverði á undanförnum árum, en fasteignaskattar taka mið af metnu virði fasteignar. „Þessi lækkun er til þess gerð að milda áhrifin af fasteignaverðshækkunum en auk þess erum við að taka sérstakt tillit til aldraðra og öryrkja með auknum afsláttum,“ segir Dagur.

Afslættir til eldri borgara og öryrkja :

Viðmiðunartekjur

I. Réttur til 100% lækkunar

Einstaklingur með tekjur allt að 3.910.000 kr.
Samskattaðir einstaklingar með tekjur allt að 5.450.000 kr.

II. Réttur til 80% lækkunar

Einstaklingur með tekjur á bilinu 3.910.000 til 4.480.000 kr.
Samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 5.450.000 til 6.060.000 kr.

III. Réttur til 50% lækkunar

Einstaklingur með tekjur á bilinu 4.480.000 til 5.210.000 kr.
Samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 6.060.000 til 7.240.000 kr.

Áhrif skattalækkunarinnar á borgarsjóð eru um 456 milljónir á næsta ári en uppsafnaður munur til loka ársins 2022 um 2,6 milljarðar króna  miðað við fimm ára fjárhagsáætlun borgarinnar.

Tillaga um fasteignaskatta er hluti af fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sem tekin verður til fyrri umræðu í borgarstjórn 7. nóvember nk.

 

Ritstjórn október 26, 2017 16:50