Óneitanlega er mikill kostur að hafa nánast allar upplýsingar um réttindi og skyldur borgaranna á einum stað. Vefurinn island.is er gagnabanki sem yfirvöld hafa lagt mikla vinnu í og nú orðið er að finna þar mikið magn handhægra upplýsinga fyrir alla þá er hér eru búsettir eða eiga hér réttindi. Vefur Tryggingastofnunar fluttist nýverið yfir á island.is og allar þær skýru og greinagóðu upplýsingar sem var að finna á vefnum tr.is eru nú uppfærðar og vel framsettar þar. Á island.is má þess vegna finna mikið af fróðleik um réttindi og greiðslur almannatrygginga og þar er einnig aðgangur að Mínum síðum TR og reiknivél lífeyris. Eitthvað hefur hins vegar vafist fyrir sumum að finna Mínar síður hjá Tryggingastofnun inn á island.is. Við birtum þess vegna mynd af þeim hlekk eða takka sem þarf að klikka á til að opna sér leið inn á eigið svæði á Tryggingastofnun. Það er blái takinn þar sem stendur Mínar síður TR. Þessi hlekkur birtist neðar en efsta valmynd veftrésins en hún tilheyrir island.is og þínum síðum á þeim vef