Askja býður nýjan rafbíl, Kia EV3, sem var valinn bíll ársins hjá World Car Awards, enda vandaður og búinn nýjustu tækni og hönnun. Þetta er fallegur bíll, rúmgóður og sérlega vel hannaður. Hann er þægilegur í akstri og hentar sérlega vel innan bæjar og er auk þess fyrirtakst ferðabíll. EV3 er fáanlegur í fjórum útfærslum, Air, Earth, Luxury og GT-line og er drægni allt að 605 km. Með rafknúinni aflrás býður EV3 upp á hljóðlátan en kraftmikinn akstur, auk þess sem rafmagnsbíllinn er vistvænn og sparneytinn.
Hönnunin á EV3 er einstaklega falleg og nútímaleg, í innanrými er þrefaldur breiðskjár sem felur í sér 12,3″ margmiðlunarskjá, 5,3″ snertiskjá fyrir loftkælingu og 12,3″ LCD mælaborð. Farþegar í framsæti hafa aðgang að margvíslegum upplýsinga-, afþreyingar- og leiðsagnareiginleikum svo sem Youtube eða Netflix.
Bíllinn býður einnig upp á háþróaðan öryggisbúnað, meðal annars árekstrarvara (FCA), veglínufylgd (LFA 2) og akreinaaðstoð (LKA), sem gerir aksturinn enn auðveldari og öruggari.
EV3 er því fullkomin blanda af tækninýjungum, nútímalegri hönnun og umhverfisvænum lausnum.
Komdu og reynsluaktu!