Kynning

Kosta Ríka – friðurinn,  þakklætið og hið hreina líf!

Ferðin hefst í höfuðborginni San José en svo er ferðinni heitið á Karabísku ströndina,  við heimsækjum við kaffibændur í Sarapiquí og siglum til Tortuguero, þar sem skjaldbökur verpa. Við kynn­umst náttúruvernd, síkjum, regnskógi og lífríki svæðisins – og hittum þá sem standa vörð um náttúru og dýralíf. Í Cahuita má finna strönd, kóralrif og letidýr og í Manzanillo lærum við um verndun litríka Ara-fuglsins og brögðum á ljúffengu súkkulaði á súkkulaðigerðarnámskeiði.    Í Yorkin dveljum við með Bribri-fólkinu, lærum um heimsmynd, menningu, handverk og hlutverk kvenna í samfélagi þar sem mæðraveldi ríkir. Við hittum þjóðhöfðingja og fáum innsýn í sjálfbært líf og her andlegan  frumbyggjanna og við heimsækjum skýjaskóginn í Monte Verde. Mögnuð ferð þar sem við fáum alvöru innsýn inn í menningu og samfélag Kosta Ríka!

Kosta Ríka 

Kosta Ríka er lítið land í Mið-Ameríku, milli Níkaragva í norðri og Panama í suðri og liggur það að Karíbahafsströnd í austri og Kyrrahafsströnd í vestri.  Þar  búa um 5,2 milljónir manna, þar af tæpur þriðjungur í og við höfuðborgina San José.  Kosta Ríka er lýðræðisríki með langa hefð hvað varðar friðarmál og menntun en árið 1949 var herinn afnuminn og fjármunir frekar nýttir til að byggja upp gott heilbrigðis- og menntakerfi.    Kosta Ríka hefur eitt hæsta menntunarstig í Mið-Ameríku og lífslíkur þar eru um 81 ár sem er með því hæsta í Rómönsku Ameríku.  Áhersla er lögð á endurnýjanlega orkugjafa svo sem vatnsafl, jarðhita og vind, þannig að landið á margt sameiginlegt með Íslandi. 

Landið er leiðandi í náttúruvernd enda eru 25% af landinu friðuð svæði og þjóðgarðar. 

Í þessum pistli verður farið í heimsókn til þeirra staða sem við munum heimsækja á meðan á dvöl okkar stendur. 

En við byrjum á hinni einföldu en djúpvitru speki sem einkennir Kosta Ríka!

Pura Vida

Heimspeki Kosta Ríka búa byggist á “Pura vida” leiðarstefinu en það birtist í daglegu lífi fólks, í samskiptum, í náttúruvernd og þeim anda sem ríkir í landinu. Þannig má segja að þetta endurspegli lífsstíl, áhersla er lögð á hið einfalda, hamingjuna og jákvætt hugarfar. Hægt er að nota þessa setningu þegar heilsast er eða þegar kvatt eða bara til að segja að allt sé gott. Ekkert stress, bara þakklæti fyrir núið og náttúruna. Pura Vida! 

Þjóðgarðurinn Tortuguero

Tortuguero þjóðgarðurinn er stundum kallaður “Amazon Kosta Ríka” – enda eru hér engir vegir, aðeins ár og skurðir sem liðast í gegnum djúpgræna frumskóga og blauta mýrarfláka. Hér ferðast fólk um með bátum og náttúran ræður för.

Þjóðgarðurinn, sem stofnaður var árið 1975, var settur á laggirnar til að vernda eitt mikilvægasta varpsvæði sjávarskjaldbaka í heiminum en heiti garðsins vísar einmitt til skjaldbaka (Tortuga þýðir skjaldbaka á spænsku). En í Tortuguero má finna  miklu meira en skjaldbökur,  hér eru  apar, letidýr, óteljandi fuglategundir og jafnvel má koma auga á jagúar, þó hann sé reyndar sjaldséður. Tortuguero-þorpið er lítið og friðsælt samfélag þar sem íbúarnir lifa í sátt og samlyndi við náttúruna. Þar má kynnast verkefnum sem styðja sjálfbæra ferðaþjónustu, menntun og verndun dýralífsins á svæðinu. 

Limón og afríska menningin i hjarta Karíbahafsins

Að austanverðu landinu og við strendur Karíbahafsins, liggur Limón-héraðið en hér er stór hluti   afkomendur fólks sem flutti frá Karíbahafseyjunum á 19. öld til að vinna við járnbrautarlagnir og á bananaplantekrum (afrodesciente-uppruni). 

Menning þeirra hefur gefið Kosta Ríka einstakt yfirbragð og er Limón hjartað í þeirri menningu.  Calypso taktur, reggae  og salsa heyrast víða á götum og torgum en héraðið er fæðingarstaður calypso-tónlistar Kosta Ríka.  Nefna má rétti eins og rice and beans með kókosmjólk, rondon (fiskisúpa), og patí (bragðsterk kjötbaka) segja sögur um tengsl milli hafsins og fólksins. Margir íbúar tala bæði spænsku og kreola tungumál (Limonese Creole) sem þróaðist úr ensku, afrískum og karíbahafstungumálum.    Á þessum stað hittum við Lauru Wilson sem miðlar til okkar menningu, sögu og samfélagi þessara afrísku afkomenda landsins. 

Cahuita þjóðgarðurinn –  regnskógur og strönd

Á suðurströnd Karíbahafs Kosta Ríka, skammt frá þorpinu Cahuita, liggur einn fallegasti þjóðgarður landsins,  Cahuita þjóðgarðurinn. Hér mætist grænn regnskógur, hvítur sandur og tær sjór.  Á gönguleiðinni meðfram ströndinni má sjá apa,  letidýr og litrík fiðrildi fljúga yfir.
Hér er skemmtilegt að snorkla, en undir yfirborði sjávarins leynast kóralrif, hundruðir tegunda fiska, skjaldbaka og annarra sjávarlífvera sem gaman er að fylgjast með.    Hér má finna rólega stemningu og hér er áherslan lögð á að vernda náttúruna og halda jafnvægi milli ferðaþjónustu og sjálfbærs lífsstíls. Það er hægt að ganga í gegnum þjóðgarðinn á um 8 km löngum stíg meðfram ströndinni, með útsýni yfir hafið á annarri hönd og frumskóginn á hinni.  

Yorkin og Bribri fólkið 

Djúpt inni í regnskógi við ána sem skilur að Kosta Ríka og Panama má finna merkilegt Yorkin frumbyggjasamfélagið. Þar býr Bribri-fólkið, ein elsta frumbyggjaþjóð landsins, sem hefur varðveitt menningu sína, tungumál og lífshætti um aldir alda. Hér ríkir mæðraveldi og konur gegna því lykilhlutverki í samfélaginu. 

Bribri-fólkið lifir af búskap, kakórækt og vistvænni ferðaþjónustu og fá gestir að taka þátt í daglegu lífi með því að sjá hvernig kakóbaunir eru þurrkaðar og malaðar í súkkulaði.  Fyrir Bribri fólkið er kakó ekki bara vara – heldur heilög planta. Að drekka kakó í Yorkín er því ekki aðeins bragðupplifun, heldur andleg tenging við menningu og náttúru.  Hægt er að læra um hefðbundin náttúrulyf og jurtir, og kynnast því hvernig samfélagið heldur í gamla sið á sama tíma og  nútíminn færir það hægt og bítandi áfram.
Í Yorkín má finna margskonar samfélags- og sjálfbærniverkefni sem miða að því að efla atvinnu, sjálfstæði og menntunartækifæri fyrir konur og ungt fólk.  

Monte Verde skógurinn 

Í miðhluta Kosta Ríka er þjóðgarður sem kallast Skýjaskógurinn eða Monteverde Cloud Forest Reserve sem við heimsækjum.  Hér svífur þokan á milli trjánna, mosar og brönugrös klifra upp eftir stofnum, og fuglar syngja sín ljóð. Monteverde er eitt mikilvægasta náttúruverndarsvæði landsins og hýsir yfir 2.500 plöntutegundir, 400 fuglategundir og hundruð spendýra og skordýra.
Það er heimili hins sjaldgæfa quetzal fugls, sem með sínum glitrandi fjöðrum hefur lengi verið tákn andans og frelsisins í Mið-Ameríku.

Ganga um Monteverde er eins og að ganga inn í draumheim. Mosavaxin tré  teygja sig upp í mjúka þoku og hengibrýr tengja trjátoppa.. Monteverde er lifandi dæmi um hvernig samfélag og náttúruvernd geta farið saman.
Hér má finna lítil fjölskyldufyrirtæki, kaffibændur og leiðsögumenn sem leggja áherslu á vistvænan ferðaþjónustu,  menntun og náttúruvernd.  Orðið „sjálfbærni“ fær hér raunverulega merkingu.

Maturinn – einfaldur og hreinn eins og lífið

Matargerð Kosta Ríka byggir á fersku hráefni, einfaldri eldamennsku og því að njóta þess að borða saman, matur er jú félagsskapur!
Allir dagar hefjast með Gallo Pinto, blöndu af hrísgrjónum og baunum soðnum með lauk, papriku, kóríander og Salsa Lizano kryddblöndunni. Oft er þetta borið fram með eggjum og ferskum appelsínusafa.

Á austurströndinni, í Limón-héraði, er maturinn bragðmeiri, kryddaðri og hér er kókosmjólkin óspart notuð.  Réttir eins og baunir og hrísgrjón með kókosmjólk. rondón, fisk- og grænmetissúpa elduð í kókosmjólk,og patí, bragðmikill kjötbaka með karí, eru merki um afrísk áhrif sem mótað hafa menningu svæðisins.

Í sveitum landsins má finna ferskar tortillur, steikta banana,  maís, og  súpur með jurta- og grænmetisbragði.

Við ströndina er nýveiddur fiskur og skelfiskur borinn fram með lime, kóríander og lauk – eða sem ceviche, frískandi réttur sem hentar fullkomlega í hitanum. 

Kaffið frá Kosta Ríka er heimsþekkt fyrir gæði og bragð. Kaffibændur nota oft sjálfbæra ræktun, og hægt er að heimsækja býli til að smakka og læra um ferlið frá baun til bolla.
Á mörkuðum má finna úrval af ávöxtum: mangó, papaya, guanábana, maracuyá og margt fleira spennandi!

Ferð til Kosta Ríka mun umbreyta þér!

Pakkaðu í tösku og komdu með!

https://www.fidrildi.is/trip/kostarika/