Kynning

Síungir karlmenn. Innblástur, innsæi og ráð

Komin er út bókin Síungir karlmenn. Innblástur, innsæi og ráð. Útgáfuboð verður fimmtudaginn 6 nóvember kl 17.00 í Pennanum Eymundsson, Skólavörðustíg 11.   

Bókin hefur að geyma 45 hugleiðingar fyrir síunga karlmenn. Þarna er um að ræða hvatningu að fara úr viðjum vanans, og brjóta upp eldri viðmið samfélagsins. Þó svo bókin sé stíluð á karlmenn þá, eins og stendur á bókakápu, hentar hún öllum kynjum.

Með bókinni vilja höfundar ögra vanabundnum viðmiðum, ýta við hugsun og opna dyr að nýjum viðhorfum og möguleikum fyrir síunga karlmenn eða karlmenn á besta aldri. Við viljum stuðla að breyttum viðhorfum samfélagsins til aldurs og þá vegferð er best að byrja með að fá hvern og einn til að rýna sjálfan sig.

Við höfum orðið varir við að umræða um aldur og það að eldast er oft lituð af neikvæðum formerkjum, klisjum. Miðaldra og eldri einstaklingar, oft reynsluboltar í fullu fjöri, mæta þröngsýnum viðhorfum sem eru ólík raunveruleikanum, jafnvel niðurlægjandi og langt frá því að vera í takti við getu þeirra og hæfni.

Bókin hefur verið rýnd af mörgum aðilum og fengið góðar umsagnir:

„Þessi bók situr í manni eftir lesturinn. Það er svo margt í henni sem ég hef ákveðið að tileinka mér. Frábær bók!“

Gunnar Helgason, rithöfundur

„Ef þetta er uppskrift að langlífi, þá tek ég tvær! Lífsgleði, forvitni og núvitund í sönnum stíl síungra karlmanna.“

Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi og frumkvöðull

„Hér er einmitt verið að fjalla um hluti sem ég verið að velta fyrir mér – bæði gagnlegt og skemmtileg lesning“

Páll Jakob Líndal, dr. í umhverfissálfræði og markþjálfi

Eins og fyrr segir þá verður útgáfuboð fimmtudaginn 6 nóvember kl 17.00 hjá Pennanum Eymundson, Skólavörðustíg 11.

Höfundar taka á móti gestum og Raddbandafélag Reykjavíkur mun syngja nokkur lög.

Bókin verður kominn í allflestra bókabúðir í vikunni.

Karl G. Friðriksson og Sævar Kristinsson