Jane Austen 250 ára arfleifð – Afmælishátíð í Kópavogi og víða um heim 

Í dag 16. desember eru 250 ár frá fæðingu Jane Austen.  Jane er í dag talin einn áhrifamesti klassíski rithöfundur Breta. Hún kláraði sex bækur á stuttri ævi, þrjár hafa verið þýddar á íslensku, Hroki og hleypidómar, Aðgát og örlyndi og Emma.

Aðdáendaklúbbur Jane Austen á Íslandi býður til afmælishátíðar í dag klukkan sex, á Bókasafni Kópavogs undir forsvari Kristínar Lindu sálfræðings sem er formaður klúbbsins. Áhrif Jane á nútímabókmennir og listir, kvikmyndir og þætti, eru óumdeild. Til að mynda byggði Helen Fielding, skapari Bridget Jones, sögu sína á bók Jane, Hroka og hleypidómum.  Fjöldi fólks sækir heim söguslóðir Jane á Englandi ár hvert, núna eru íslenskar konur hver af annarri að bóka sig í heillandi ferð með Kristínu Lindu og ferðaskrifstofunni Skotgöngu um heimaslóðir Jane í maí.

Um heim allan starfa Jane Austen aðdáendaklúbbar og verk hennar og ævi endurspeglast í margskonar menningu og listum núna 250 árum eftir fæðingu hennar. Verið er að mynd nýja kvikmynd byggða á Aðgát og örlyndi, þar sem Daisy Edgar-Jones er í hlutverki Elinor og valdir stórleikarar í hverju hlutverki. Netflix er að vinna að nýrri þáttaröð sem er byggð á Hroka og hleypidómum. BBC hefur á þessu ári gert og sýnt tvær þáttaraðir sem tengjast Jane beint, Miss Austen og Jane Austeen: Rise of a Genius. Nú er unnið að nýrri seríu að hálfu BBC, The Other Bennet Sister.

Í október var afhjúpuð ný stytta af Jane í fullri stærð við Winchester dómkirkjuna í Hampshire sem sýnir hana standa við pena skrifborðið sitt sem sjá má í safninu um Jane. Á árinu hefur komið út fjöldi nýrra bóka um Jane, ævi hennar, verk hennar og allskonar afsprengi af hugarheimi hennar og verkum um heim allan, bæði skáldsögur og fræðibækur. Það er því ljóst að um heim allan er lifandi áhuga á Jane, verkum hennar, ævi og samtíma, líka á Íslandi en haldnir hafa verið margir viðburði í tilefni af afmæli Jane þetta árið, í Kópavogi, á Akureyri og Selfossi svo eitthvað sé nefnt.

Kristín Linda er sálfræðingur hjá Huglind, fyrirlesari og fararstjóri hjá Skotgöngu. Hún tekur á móti einstaklingum í sálfræðimeðferð, handleiðslu og ráðgjöf í Reykjavík og á Selfossi og heldur námskeið og fyrirlestra hérlendis og erlendis.