Þarf að ganga 10.000 skref á dag?

Ganga er góð líkamsrækt og þótt öll hreyfing sé holl og góð eru göngur það sem auðveldast er að bæta inn í daglega rútínu. Þegar fjallað er um göngur hefur hins vegar verið nokkuð á reiki hversu langt, lengi og hratt þarf að ganga til að það sé gott fyrir heilsuna. Talan 10.000 skref á dag hefur oftast verið nefnd í þessu sambandi eða 40 mínútna rösk ganga daglega. Nú berast hins vegar þau góðu tíðindi að nýjar rannsóknir sýna að aðeins 3867 skref á dag eru nóg til að draga úr líkum á krabbameini og hjartasjúkdómum. Þetta þýðir að 3,2 kílómetra ganga á dag er nægjanleg hreyfing til að bæta heilsuna umtalsvert. Að fara út daglega og anda að sér hreinu lofti er sömuleiðis mjög gott fyrir andlega heilsu. Það að nýta þann stutta tíma á veturna sem hér er bjart til að ganga um utandyra er líklegt til að draga úr skammdegisdrunga.

Með því er auðvitað ekki verið að segja að ekki sé gott að gera meira en það er gott til þess að vita í göngufæri, eins og oft er á Íslandi um vetur er hægt að halda góðri og heilsusamlegri útveru án þess að leggja líf og limi í hættu á löngum göngum. Sömuleiðis er vert að hafa í huga að í hvert sinn sem maður eykur daglega hreyfingu þó ekki sé nema um 10 mínútur á dag er það nóg til að bæta umtalsvert heilsu sína. Það eru góðar fréttir.

Ritstjórn desember 19, 2023 07:00