Leiftrandi frásagnargleði og dýpt
Eiríkur Örn Norðdahl fer á kostum í Náttúrulögmálin. Bókin beinlínis leiftrar af frásagnargleði og dásamlegri fyndni. Hér er samt tekist á við ýmsar alvarlegar tilvistarspurningar og örlögunum storkað á séríslenskan hátt. Þessi saga er hreinlega dásamleg frá upphafi til enda.