Fyrsti sjúkraflugmaðurinn á Íslandi
Á meðal jólabókanna þetta árið er bókin Björn Pálsson – flugmaður og þjóðsagnapersóna, eftir Jóhannes Tómasson. Björn var frumkvöðull í sjúkraflugi á Íslandi og starfaði við það frá 1949 til dauðadags, 1973. Á þeim tíma var hann kallaður „bjargvættur landsbyggðarinnar“.