Spennandi viðburður á 17. maí
Í tilefni af Alþjóðlegum degi gegn fordómum í garð hinsegin fólks bjóðum við til tónleika með gleðisveitinni Ukulellur laugardaginn 17. maí kl. 15 í Landakoti á Árbæjarsafni. Ukulellur eru skemmtileg og dásamlega djörf hljómsveit samansett af nokkrum miðaldra hinsegin konum.