Vill hætta þegar hann kemst á 95 ára regluna
Sigurður Þorsteinsson, grunnskólakennari í fullu starfi og ökukennari í hjáverkum, er ákveðinn í að hætta að kenna þegar hann kemst á 95 ára regluna. Þegar opinberir starfsmenn leggja saman lífaldur og starfsaldur og fá 95 ár eða meira geta þeir hætt að vinna og farið á eftirlaun.