Ástin má sín lítils þegar deilt er um erfðir
Þegar sænski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Stieg Larsson lést óvænt í nóvember 2004 urðu miklar deilur milli sambýliskonu hans til þrjátíu ára, Evu Gabrielsson, og föður og bróður Stiegs. Þeir voru löglegir erfingjar hans því hann og Eva höfðu aldrei gifst.