Áhrifakonur sextugar og eldri

Á lista bandaríska tímaritsins Forbes, yfir hundrað áhrifamestu konur heims eru það konur af eldri kynslóðinni sem skipa tvö efstu sætin. Það er

Bandaríski seðlabankastjórinn Janet Yellen

Bandaríski seðlabankastjórinn Janet Yellen

Angela Merkel kanslari Þýskalands sem vermir fyrsta sætið, en Angela er sextug og í öðru sæti er Janet Yellen seðlabankastjóri Bandaríkjanna sem er 68 ára. Á listanum eru þjóðarleiðtogar, forstjórar, frumkvöðlar og aðrar áhrifakonur.

Hillary Clinton í sjötta sæti

Christine Lagarde og Angela Merkel saman á fundi

Christine Lagarde og Angela Merkel saman á fundi

Ef litið er á efstu fimm sæti listans má segja að svipað eigi við um þau. Melinda Gates sem er í þriðja sæti er fimmtug, hin brasilíska Dilma Rousseff sem vermir fjórða sætið er 67 ára og Christine Lagarde framkvæmdastjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins er 59 ára. Hillary Clinton er í sjötta sæti, en Hillary sem búist er við að bjóði sig fram í næstu forsetakosningum í Bandaríkjunum er 67 ára. Þetta kemur fram í blaði Viðskiptablaðsins, Áhrifakonur sem kom út í dag.

Áhrifakonur ekki kornungar

Blaðið birtir einnig lista yfir þær konur sem eru áhrifamestar í íslensku samfélagi og þótt meðalaldur þeirra sé talsvert lægri en kvennanna sem eru á Forbes listanum Bandaríska eru þær ekki kornungar. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka efst á lista Viðskiptablaðsins, en hún er fimmtug. Guðbjörg M. Matthíasdóttir útgerðarmaður í Vestmannaeyjum er í öðru sæti en hún er 63ja ára. Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri VÍS er í þriðja sæti, en hún er rúmlega fimmtug. Í fjórða sætinu er Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og í fimmta sætinu Ólöf Nordal innanríkisráðherra, sem eru báðar á 49 aldursári.

Reynslan, árin og gráu hárin

Það er eðlilegt og ánægjulegt að konur í hinum vestræna heimi láti stöðugt meira til sín taka. Það er einnig frábært að konur sem eru á aldrinum milli sextugs og sjötugs skuli ekki víla fyrir sér að taka að sér að stjórna heilu ríkjunum eða mikilvægustu stofnunum þeirra. Það hafa karlar lengi gert og reynsla og þekking sem menn ávinna sér með aldrinum er greinilega víða mikils metin.

 

Ritstjórn apríl 9, 2015 15:37