Ást og glæpir pottþétt uppskrift að bók

Árni Þór Árnason er bókmenntafræðingur með meistaragráðu í ritstjórn frá HÍ. Hann fór að vinna hjá Forlaginu sem nemi sumarið 2013 og bauðst í kjölfarið starf kynningarstjóra hjá fyrirtækinu.

Árni Þór Árnason

Árni Þór Árnason

Frábær kennari kveikti áhuga á ný

„Bókabransinn á Íslandi er auðvitað „fenomen“ segir hann þegar blaðamaður Lifðu núna hittir hann að máli. „Það er ótrúlegt að hann skuli yfirleitt vera til, á 300 þúsund manna málsvæði. Ég held að það sé einstakt í heiminum. Finnar tala um sitt tungumál sem mikró tungumál og samt eru þeir 5 milljónir“ segir Árni Þór. Árni hefur alltaf haft gaman af bókum og segist hafa lesið mikið sem krakki, alveg fram yfir 10 ára aldurinn. „Svo las ég ekkert sem unglingur“, segir hann. En það breyttist á þriðja ári í MR. „Þá fengum við frábæran íslenskukennara, Kristínu Jónsdóttur, sem kenndi okkur Völuspá,“ segir hann.

Les eins mikið og hann getur

Hann segist ekki komast yfir að lesa allar þær bækur sem Forlagið gefur út, en að sjálfsögðu les hann gríðarlega mikið og segir að hann sé yfirleitt með 4-5 bækur á náttborðinu.

Ást og glæpir

Lifðu núna og Forlagið ætla á næstu vikum að velja sumarbók vikunnar fyrir lesendur vefjarins. Fyrsta bókin sem varð fyrir valinu er Blóð í snjónum eftir Jo Nesbö. Hann er Íslendingum að góðu kunnur. Þetta er saga um ást og glæpi. Er það ekki pottþétt uppskrift að velgengni bókarinnar? Árni Þór játar því. „Þetta er flottur krimmi með óvenjulegu sjónarhorni“, segir hann. „Hann er stuttur og snarpur og sjálfstætt framhald er væntanlegt“.

Ritstjórn júní 11, 2015 10:16