Guðmundur Andri og Auður afgerandi vinsælust!

Jólafundur Bókmenntahóps U3A var haldinn í gærkvöldi. Jórunn Sigurðardóttir, bókmenntafræðingur og útvarpsmaður, var gestur kvöldsins. Hún ræddi fyrst um þær jólabækur sem hún hafði lesið, fjallaði um ritdóma um hinar ýmsu bækur auk þess sem hún spjallaði um Íslensku Bókmenntaverðlaunin, Fjöruverðlaunin o.fl. Inn á milli umfjöllunar hennar var skrafað og spjallað um þær bækur sem fólk hafði lesið. Í lok fundar var gerð könnun meðal fundarmanna og spurt:

Hvaða bók vilt þú taka með þér í rúmið á aðfangadagskvöld?

Þessar bækur fengu flest atkvæði í þessari röð. Auður og Guðmundur Andri voru afgerandi vinsælust!

  1. Og svo tjöllum við okkur í rallið: Guðmundur Andri Thorsson
  2. Stóri skjálfti : Auður Jónsdóttir
  3. Sögumaður: Bragi Ólafsson
  4. Stúlka með höfuð: Þórunn Jarla Valdimarsdóttir
  5. Mamúska – sagan um mína pólsku ömmu: Halldór Guðmundsson

Auk þess voru nefndar til leiks einu sinni hver:

  1. Útlaginn: Jón Gnarr
  2. Hundadagar: Einar Már Guðmundsson
  3. Við landamæri: Mattthías Johannessen
  4. Mamma klikk: Gunnar Helgason
  5. Ég skapa -þess vegna er ég. Um skrif Þórbergs Þórðarsonar: Soffía Auður Birgisdóttir
  6. Dimma: Ragnar Jónasson
  7. Þær þráðinn spunnu: Gunnhildur Hrólfsdóttir
  8. Brynhildur Georgía Björnsson: Ragnhildur Thorlacius
  9. Spámennirnir í Botnleysufirði: Kim Leine
  10. Dúkka: Gerður Kristný
  11. Eitthvað á stærð við alheiminn: Jón Kalmann Stefánsson
  12. Randalín, Mundi og afturgöngurnar: Þórdís Gísladóttir
  13. Endurkoman: Ólafur Jóhann Ólafsson
  14. Ljóðasafn: Vilborg Dagbjartsdóttur

Ásdís Skúladóttir er umsjónarmaður bókaklúbbsins hjá U3A. Eftir áramót er nýskráning inn í hópinn en fjöldi skráðra í hann er takmarkaður. Mjög góður rómur var gerður að umfjöllun Jórunnar Sigurðardóttur og var þetta hið skemmtilegasta og fróðlegasta kvöld. Ákveðið var að fá hana hið fyrsta aftur í heimsókn.

 

Ritstjórn desember 10, 2015 14:22