Bið eftir hjúkrunarrýmum þjóðarskömm

Ein alvarlegasta vanræksla stjórnvalda gagnvart eldri borgurum er skortur á dvalar og hjúkrunarrýmum ásamt skorti á starfsfólki, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, en það er Sigurjón Arnórsson framkvæmdastjóri Flokks fólksins sem skrifar. Hann segir að 1.722 einstaklingar bíði nú eftir hálp við sitt hæfi. Hann segir einnig bið eftir hinni svokölluðu hvíldarinnlögn og þurfi einstaklingur að vera algjörlega ósjálfbjarga til að eiga kost á slíku. Hann bendir á að það ætti að vera markmið löggjafans hverju sinni að tryggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld en ekki baka þeim eins miklar áhyggjur, kvíða og vanlíðan og raun ber vitni.

Að hugsa sér að enn skuli vera tugir aldraðra liggjandi í dýrasta úrræði sem völ er á sennilega í víðri veröld. Þar sem þau eru látin liggja inni á Landspítala-háskólasjúkrahúsi þrátt fyrir að meðferð þar sé lokið. Þetta er þvílík þjóðarskömm að ég á erfitt með að tala um þetta enda búinn að horfa uppá grátandi kæran ástvin eiga að verða fluttur hreppaflutningum langt frá fjölskyldu sinni, til að koma honum út af spítalanum. Þetta er síðasta sort og ekki bjóðandi neinum að þurfa að þola sem á að geta treyst á ást okkar og umhyggju.

Það er óafsakanlegt að ekki skuli vera búið að útrýma hvers konunar mönnunarvanda í þjónustu við aldraða. Það er líka óafsakanlegt að dvalarrými skuli vera nýtt til hjúkrunarrýma þannig að vaxandi skortur er á hvoru tveggja. SVF (samtök fyrirtækja í velferðarþjónusu) hafa ítrekað gagnrýnt þá stefnu ríkisstjórnarinnar að ráðast í uppbyggingu nýrra hjúkrunarheimila í stað þess að tryggja betur rekstrargrundvöll þeirra sem þegar eru fyrir í landinu. Það er að sjálfsögðu óáðsía að ætla að laga vandann  með fjölgun hjúkrunarrýma ef fjármagn er ekki til staðar til að reka þau.

Sigurjón segir að eitt af þingmálum flokks fólksins myndi stytta til muna bið eftir öruggri búsetu á dvalar- og hjúkrunarrýmum eftir að einstaklingur hefði fengið færni- og heilsumat. Verði það samþykkt á þinginu bæri stjórnvöldum að fylgja lögunum, ella gætu þau orðið skaðabótaskyld gagnvart þeim sem eiga rétt á úrræðinu og hafa orðið fyrir tjóni vegna meints lögbrorts gegn þeim . Að lokum segir Sigurjón. „Það er okkar skylda að hugsa vel um aldraða og búa þannig um hnútana að þeir geti lifað mannsæmandi lífi síðustu ár, mánuði, vikur og daga ævinnar. Við þurfum róttækar aðgerðir í þessum málum strax“.

Ritstjórn janúar 7, 2020 09:19