Hátt í 500 kílómetrar skilja hjónin að

Þessi frétt úr Morgunblaðinu lýsir vel þeim aðstæðum sem margt heilabilað fólk og aðstandendur þeirra eru  að glíma við um þessar mundir. Þetta er mest lesna fréttin á mbl.is þessa stundina, þ.e. um hádegisbil 22.janúar.

Hjalti Skapta­son fór með eig­in­konu sinni til 35 ára, Jón­ínu Þor­steins­dótt­ur Arn­dal, með áætl­un­ar­flugi til Húsa­vík­ur í gær­morg­un þar sem hún mun dvelja í hvíld­ar­inn­lögn á hjúkr­un­ar­heim­ili á Húsa­vík.

Jón­ína er greind með heila­bil­un­ar­sjúk­dóm og búa þau hjón­in í Hafnar­f­irði. Þar sem Jón­ína þigg­ur ekki alla þjón­ustu sem í boði er kemst hún ekki á for­gangslista fyr­ir hvíld­ar­inn­lögn eða dvöl á hjúkr­un­ar­heim­ili, að sögn Hjalta, sem seg­ir Jón­ínu ekki gera sér neina grein fyr­ir aðstæðum en hún hef­ur á tveim­ur árum misst alla færni til þess að hugsa um sig sjálf.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Hjalti Jón­ínu eiga erfitt með að koma á ókunna staði og inn­an um fólk sem hún þekk­ir ekki. Hann seg­ir einu teng­ing­una við Húsa­vík vera dótt­ur Jón­ínu sem búi þar. Hjalti von­ast til þess að kom­ast í heim­sókn til konu sinn­ar einu sinni í þær sex vik­ur sem áætlað er að hún dvelji á Húsa­vík.

„Ég kem fram með okk­ar sögu til þess að benda á ástandið í mál­efn­um fólks með heila­bil­un­ar­sjúk­dóma. Ég hef góðan stuðning en það eru ekki all­ir sem hafa hann,“ seg­ir Hjalti sem sakn­ar strax konu sinn­ar.

Ritstjórn janúar 22, 2019 11:44