Borðaðu rétt og kílóin fjúka

Að borða næringarríkan morgunnmat sem inniheldur prótín, heil grjón og ávexti viðheldur insúlín jafnvægi líkamans allan morguninn og kemur í veg fyrir að fólk borði of mikið þegar líður á daginn. Rannsókn sem gerð var á fjögur þúsund körlum og konum sem öll höfðu lést og hafði tekist að viðhalda þyngdartapi til lengri tíma sýndi að þau sem borðuðu morgunnmat léttust meira en þeir sem slepptu morgunmatnum og þeim gekk betur að halda aukakílóunum fjarri.

Drekktu meira vatn.

Fæstir eru meðvitaðir um þann mikla kaloríufjölda sem fólk innbyrðir með neyslu ýmisskonar drykkja. Má þar nefna gosdrykki  “diet” gosdrykki, ávaxtasafa og áfengi. Fólk ætti að prófa að drekka bara vatn og svart kaffi í tvær vikur og viti menn kílóunum fækkar. Rannsóknir hafa sýnt að „diet“ drykkir geta aukið löngun í sykurríkan mat, því ætti fólk að sleppa þeim.

Fáðu þér fisk

Fiskur er bráðnauðsynlegur hluti nýja ameríska kúrsins.  Fiskur inniheldur Omega 3 fitusýrur, er kalóríusnauður og inniheldur mikilvæg næringarefni. Omega 3 er talið gott við bólgum og gigt. Sumir telja að það geti komið í veg fyrir krabbamein. Fólk ætti að borða fisk ekki sjaldnar en tvisvar í viku.

 Grænmeti og ávextir

Dagleg neysla ávaxta og grænmetis er af mörgum talin lengja líf fólks. Þessar fæðutegundir eru fullar af andoxunarefnum og geta valdið þyngdartapi, jafnvel þegar fólk er  ekki að reyna að léttast.

Heil korn

Regluleg neysla heilhveitis og annara grófra korna eins og heilhveitibrauðs, heilhveitipasta og brúnna hrísgrjóna getur minnkað áhættu á hjartasjúkdómum, öndunarfærasjúkdómum og sumum krabbameinum eins og ristil og brjóstakrabbameinum. Heilkornamatur er saðsamur og fólk borðar minna af honum.

Borðaðu fitulitlar mjólkurvörur

Mjólkurvörur eru mikilvæg uppspretta kalks og D vítamíns. Um þriðjung allra kvenna 50 ára og eldri skortir D vítamín sem er svo  nauðsynlegt fyrir viðhald beinanna. Þess vegna á fólk að neyta mjólkurvara.  Að borða fitulitlar mjólkurvörur fækkar kaloríunum í matnum og getur stuðlað að þyngdartapi.

Passaðu þig á megrunarfæði

Margir þyngjast við að borða mat sem er merktur “fitulítill” eða “fitulaus”. Mjög oft eru slíkar vörur sykraðar til að gefa þeim bragð. Þar sem fjölmargar “diet” vörur eru mjög mikið unnar er líklegt að þær séu næringarsnauður og innihaldi fjölmargar hitaeiningar. Slepptu fitulitluvörunum og fáðu þér frekar lítinn skammt af fituríkri fæðu stöku sinnum, til dæmsi hálft avocadó, skeið af hentusmjöri eða hnetur.

Ekki fara út að borða í tvær vikur

Fólk veit hvað það er að borða þegar það eldar sjálft. Við vitum sjaldnast hvernig maturinn er eldaður á veitingastöðum og mörgum hættir við að borða meira þar en heima. Sumir sérfræðingar telja að matarskammtar veitingastaða geti verið þrefaldir á við það sem tíðkast heima. En hvað er þá eðlilegur skammtur? Grænmeti og ávextir ættu að vera í hnefastærð, kjötstykkið eins og spilastokkur og fiskurinn á stærð við tvo spilastokka.

Lestu á miðana

Konur sem lesa reglulega utan á matarumbúðir eru að meðaltali um fjórum kílóum léttari en þær sem sleppa því. Það er nóg er að lesa það sem stendur um hitaeiningar og næringu. Sumar jógurt tegundir innihalda jafn margar kaloríur og lítið súkkulaðistykki. Ef ein tegund inniheldur 12 grömm af sykri en önnur 20 er valið auðvelt.

Fáðu þér aukabita

 Nýi ameríski kúrinn er skemmtilegur og inniheldur aukabita. Fólk sem fær sér aukabita tvisvar á dag léttist meir en þau sem innbyrða þrjár stórar máltíðir. Einn aukabiti ætti að vera milli morgunnmatar og hádegismatar og annar milli hádegismatar og kvöldverðar. Ekki skal borða neitt eftir kvöldmat. Góðir aukabitar eru handfylli af hnetum, gulrótum, hummus eða ávextir.

 Tyggðu jórturleður

Tyggigúmmí getur haldið aukakílóum í burtu. Að tyggja tyggigúmmí leysir hormóna sem senda heilanum þau boð að maginn sé fullur. Þetta ráð er sérstaklega gagnlegt þeim sem eru sífellt að kroppa,  eins og þeim sem stöðugt eru að smakka mat við eldun eða þegar þeir eru að horfa á sjónvarp. Notaðu ávalt sykurlaust tyggigúmmí, það sykraða skemmir tennur.

 

Ritstjórn janúar 3, 2020 14:59