Tengdar greinar

Kynning

Ein tafla með öllum bætiefnum

Norður á Grenivík er fyrirtæki sem heitir Pharmartica, en þar starfar fólk við að pakka vítamínum fyrir Icepharma, vítamínum sem hafa hlotið heitið EIN Á DAG. Eins og nafnið bendir til, þá fá menn bætiefnin sem þeir þurfa dagsdaglega, öll í einni lítilli töflu. Það sem meira er, þær eru svo smáar að það er mjög auðvelt að kyngja þeim. Katrín Björk Skaftadóttir viðskiptastjóri hjá Icepharma segir að eldra fólki finnist oft auðveldara að taka eina töflu á dag, en að þurfa að taka margar. Hún bendir líka á að EIN Á DAG sé íslensk framleiðsla frá A-Ö. „Efnið er framleitt, pakkað og selt á Íslandi“, segir hún stolt.

Bætiefnin í einni á dag, eru sérstaklega miðuð við þarfir eldra fólks. Framleiðslan er íslensk, töflurnar sykurlausar og á góðu verði. Þær fást í öllum helstu apótekum landsins og innihalda stein- og bætiefni. Það er ekkert gelatín í þeim og þær eru því kjörnar fyrir grænmetisætur.  Hér fyrir neðan er listi yfir þau vítamín og bætiefni sem fást með EINNI Á DAG og upplýsingar um hvernig þau virka.

 • B- vítamín
  • B¹ vítamín
  • B 5 vítamín
  • B1 & B6 vítamín
  • B-Kombín
  • B-Kombín Sterkar
  • B12 – vítamín
  • B¹ vítamín tekur þátt í nýtingu orku úr fæðunni og er mikilvægt fyrir starfsemi tauga og vöðva og til myndunar rauðra blóðkorna.
 • C vítamín
  • C-vítamín 100 mg
  • C-vítamín 500 mg
  • C-vítamín er gott andoxunarefni sem eflir varnir líkamans og eykur upptöku járns í líkamanum.
 • D vítamín
  • D-vítamín 1000 ae 25 µg
  • D-vítamín 400 ae 25 µg
  • D-vítamín er nauðsynlegt fyrir vöxt og viðhald beina og gerir líkamanum kleift að nýta kalk og fosfór betur.
 • Fjölvítamín
  • Fjölvítamín með málmsöltum
  • Fjölvítamín með málmsöltum án A og D vítamína
 • Magnesíum og kalk 100 töflur
  • Magnesíum og kalk eru steinefni sem viðhalda sterkum og eðlilegum beinum og stuðla að eðlilegri vöðva- og taugastarfsemi.

Sá sem kaupir sér þessi vítamín, EIN Á DAG, getur valið hversu mikinn styrk af til dæmis C-vítamíni hann velur, en 100 mg. eru talin nægur dagskammtur, nema eitthvað sérstakt bjáti á.

Ritstjórn febrúar 7, 2020 09:15