Kynning

Leitað að 55 ára konu í Borgarnesi sem drekkur ekki

Þrjár íslenskar stefnumótasíður eru nú starfandi hér á landi og sú nýjasta heitir Deit.is. Hún gefur möguleika á mun ítarlegri leit en gengur og gerist á öðrum síðum. Þeir sem skrá sig inná síðuna geta merkt þar við 57 áhugamál, en á öðrum síðum er algengt að fjöldinn sé 10. Þá er hægt að gefa mun ítarlegri mynd af persónuleika þess sem leitað er að í kerfinu, að sögn Pálma Guðmundssonar eiganda síðunnar.

„Þannig getur karlmaður til dæmis leitað að konu í Borgarnesi, sem er 55 ára, sem drekkur ekki, er barngóð og hefur áhuga á golfi og tónlist. Fimmtug kona getur svo leitað að karlmanni á aldrinum 60–65 ára, sem er 180 cm hár, verður að hafa áhuga á hestamennsku og búa á Suðurlandi. Svona leitarkerfi er aðeins í boði hjá Deit.is,“ segir Pálmi og heldur áfram: „Þú getur fundið einstaklinga í næsta nágrenni eða um allt land, allt eftir því hvað þú kýst. Okkar kerfi vinnur út frá staðsetningarhnitum, en ekki eingöngu landshlutum, eins og er algengt á öðrum stefnumótasíðum. Þannig að ef þú býrð t.d. á Akureyri getur þú leitað að fóki sem býr þar eða til dæmis í 40 kílómetra fjarlægð frá bænum. Þá hefur þú stækkað leitarsvæðið og ert kominn með Hrísey og Eyjafjörð. Svo ferðu í 60 km fjarlægð frá bænum og ert þá kominn með Dalvík, Grenivík og Húsavík til viðbótar. Það er auðvelt að gera þetta á Deit.is en er yfirleitt ekki hægt á öðrum stefnumótasíðum.“

Pálmi nefnir ýmislegt fleira sem er í boði á Deit.is, sem er almennt ekki á öðrum stefnumótasíðum. Til dæmis það að vera með lokað myndasafn sem er einungis opnað fyrir útvalda. Hægt sé að benda vinum á Facebook á síðuna og boðið sé uppá vídeóspjall. Hann segist verða var við mikinn áhuga á síðunni, ekki síst um helgar. Áhuginn sé líka árstíðabundinn, það komi margir inn með haustinu, en það minnki yfir sumartímann. Um 6000 manns hafa skráð sig inn á Deit.is frá upphafi en núna eru um 1500 manns virkir þar. Meðalaldurinn er um 52 ár og eru karlmenn í meirihluta. Á Deit.is er fólk á aldrinum 18 ára og upp í 81 árs, en flestir eru á aldrinum 45–65 ára.

En veit Pálmi um einhverja sem hafa kynnst í gegnum síðuna? „Já, já, það hef ég heyrt, þó svo að fólk sé ekki mikið að senda okkur línur um það. En við sjáum þegar fólk hættir, þá er líkleg ástæða sú að það hefur fundið hvort annað.“

Til að nýta sér þjónustu Deit.is, þurfa menn að vera áskrifendur að síðunni. Áskriftargjaldið er 999 krónur á mánuði. Smelltu hér til að skrá þig inná síðuna.

Ritstjórn september 30, 2021 07:00