Eldri borgarar greiða lífeyri sinn sjálfir!

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson skrifar

Umræðan á alþingi um lífeyrisþega er eins og eldri borgarar og öryrkjar séu mikil byrði á þjóðfélaginu.En samanburður við hin Norðurlöndin leiðir í ljós,að svo er ekki.Hér á landi eru lífeyrisþegar hlutfallslega færri en á hinum Norðurlöndunum.Lífeyrisþegar eru hér 22% af öllum íbúum landsins. En á hinum Norðurlöndunum er þetta hlutfall miklu hærra eða sem hér segir:Noregur 29%,Danmörk 28%,Svíþjóð 29% og Finnland 32%.

Ef litið er á útgjöld hins opinbera til lífeyrisþega kemur í ljós,að þau eru langminnst hér á Norðurlöndunum öllum. Staðreyndirnar eru þessar: Ellilífeyrisþegar greiða sjálfir stærstan hluta lífeyris síns.75% af lífeyri eldri borgara kemur úr lífeyrissjóðunum,þ.e. frá þeim sjálfum. Þetta er m.ö.o. lífeyrir,sem eldri borgarar hafa safnað á langri starfsævi.Á hinum Norðurlöndunum er þessu öðru visi farið. Þar verður ríkið að greiða megnið af lífeyrinum.En samt stendur íslenska ríkið sig verst í samanburði við hin Norðurlöndin og greiðir hlutfallslega minnst til eldri borgara og öryrkja.Íslenskir stjórnmálamenn,sem halda um stjórnvölinn hér í dag eru ekki að standa sig. Þeir hafa fallið á prófinu.

 

Ritstjórn desember 28, 2016 13:49