Hendur – fallegar á öllum aldri

Á meðan hendurnar segja sögu um miserfitt líf manna getum við gert ýmislegt til að snúa klukkunni við hvað þær varðar. Vinnulúnar hendur segja alltaf sína sögu og í augum margra eru það fallegustu hendurnar. Saga þeirra er í öllu falli forvitnileg og óneitanlega væri gaman að skrifa bók um sögu handa! En nú á dögum er vinnuharka minni en hún var á árum áður og flestir, sér í lagi konur, leitast við að hafa mjúka og slétta húð á höndum. Fáir líkamspartar okkar bera aldurinn jafn illa og hendurnar ef ekki er um þær hugsað.

En af hverju breytist húðin á höndum okkar mismikið með aldrinum?

Til viðbótar við náttúrulegar breytingar kemur fleira til:

Sólböð geta leitt til sólbruna sem orsakar svokallaða „lifrarbletti“ eða aldurstengdar breytinga á húðinni.

Húð handanna á erfiðara með að taka við raka eftir því sem við eldumst sem getur flýtt fyrir hrukkumyndun og minni teygjanleika.

Eftir því sem mjúku vefirnir breytast meira með aldrinum, þ.e. kollagen og fita minnkar í höndunum, verða æðar og bein meira áberandi. Hendurnar eru mest áberandi líkamsparturinn þar sem þetta eru sjáanlegar breytingar.

Neglurnar verða stökkari og brotna frekar.

Aðrar breytingar á höndunum sem við getum orðið vör við er minni styrkur, handskjálfti og bólgur í liðum með tilheyrandi verkjum.

Marblettir á höndum geta auk þess oft orðið meira áberandi, sér í lagi ef tekin eru blóðþynningarlyf. En sem betur fer er ýmislegt hægt að gera til að vinna á móti minni virkni og slælegra útliti handanna!

Ef við viljum áfram geta opnað lok á dósum, notað lyklaborð, ekið bifreið eða driplað bolta með barnabörnunum er eins gott að byrja æfingar strax!

Við getum notað einfalda hluti eins og gripstyrkingartæki eða bara bolta og kreista. Það hjálpar til við að styrkja bæði hendur og handleggi. Eitt húsráð er að fylla misstórar gosflöskur með vatni og nota sem lóð. Tíminn við sjónvarpið er vel nýttur þannig.

Raki

Um leið og við gætum þess að drekka nægilegt magna af vökva eigum við að sjá um að húðin fái sinn raka utanfrá líka til að hjálpa til við að viðhalda teygjanleika og draga úr hrukkumyndun. Þetta á ekki síður við um húð handanna.

Verndið hendurnar

Gott ráð er að bera sólarvörn á hendurnar. Dagleg notkun sólarvarnarkrema á sumrin hjálpar húð handanna. Á vetrum koma vettlingar og hanskar í veg fyrir skaðsemi sólarinnar en athugið að sólin nær til handanna þegar við höldum um stýri á bifreið.

Þrif, garðvinna og öll vinna utandyra gerir hendur okkar ekki bara útsettari fyrir sólarljósi heldur líka ýmiss konar efnum sem ræna húðina náttúrulegum olíum.

Best er að nota vinnuhanska til að verja hendurnar fyrir skaða sem getur tekið langan tíma að lagfæra.

Næring fyrir húð og neglur

Nærist á fæðu sem inniheldur Omega-3, B vítamín eins og B7 og biotin, C vitamin, andoxunarefni og protein.

Ef húð handanna hefur skaðast og æðarnar sjást vel eru til hefðbundnar meðferðir eins og húðskröpun eða laser meðferðir. Best er að spyrja húðsjúkdómalækna um kosti slíkra meðferða.

(Þýðing af vef sixtyandme.com)

Ritstjórn febrúar 20, 2020 09:21