Hollt og gott á nýju ári

Við rákumst nýlega á þessa einföldu en afar bragðgóðu uppskrift af kjúklingabringum þegar við vorum að leita að einhverju hollu og góðu til að hafa í matinn á nýju ári. Hún kom skemmtilega á óvart. Það besta við réttinn er að hann er sáraeinfaldur og fljótgerður en um leið einstaklega léttur í maga.

4 skinnlausar kjúklingabringur

1 sítróna

msk púðursykur

tsk hvítlauksduft

tsk paprikuduft

tsk salt

tsk svartur pipar

Ólífuolía

Steinselja til skrauts

Forhitið ofninn í 170-180 gráður. Takið fram skál og blandið kryddunum, púðursykrinum og saltinu saman. Dreypið olíunni yfir bringurnar og smyrjið púðursykurkryddblöndunni yfir. Sneiðið sítrónuna í þunnar sneiðar og leggið í botninn á ofnföstu fati. Leggið kjúklingabringurnar ofan á sítrónusneiðarnar og stingið fatinu inn í ofn. Bringurnar ættu að vera tilbúnar eftir um það bil hálftíma. Gott að nota kjöthitamæli en bringurnar eru fulleldaðar þegar kjarnhitinn hefur náð 70 gráðum.  Takið fatið úr ofninum og breiðið álpappír lauslega yfir. Látið bíða í um það bil fimm mínútur áður en borið er fram. Til að gera réttinn fallegri klippið þá steinselju yfir bringurnar.  Gott að bera fram með góðu hrásalati, grjónum, grófu brauði eða hverju því sem ykkur dettur í hug.

Ritstjórn janúar 11, 2019 08:15