Það er heilsubætandi að blunda

Svefn er góður, mjög góður. Það er nauðsynlegt að fá góða næturhvíld, sofa í sjö til níu tíma. Stundum kemur þó fyrir að það tekst ekki og þá getur hjálpað mikið að fá sér blund einhvern tímann að deginum. Það er engin afsökun fyrir því að blunda ekki, því það hefur góð áhrif á heilsuna.

Þolinmæðin eykst

Líður þér ömurlega ertu pirruð/aður. Áttu erfitt með að einbeita þér. Samkvæmt rannsóknum sem gerðar voru í Háskólann í Michigan í Bandaríkjunum ætti fólk sem þannig líður að fá sér blund. Samkvæmt rannsókn sem gerð var við skólann var fólk beðið um að teikna mynstur á tölvuskjá. Hópnum var skipt í tvennt. Helmingurinn fékk sér vænan blund en hinn helmingurinn horfði á leiðinlega náttúrulífsmynd. Svo fór fólk að teikna, þeim sem blunduðu gekk miklu betur en hinum. Þeir gátu teiknað í 90 sekúndur án þess að stoppa en þeir sem horfðu á náttúrulífs myndina í helmingi styttri tíma. Einbeiting þeirra var miklu verri enda höfðu þeir varið tíma sínum í eitthvað sem pirraði þá.

Þú ert betur á verði

Þegar fólk þarf að aka langar vegalengdir eða taka erfitt próf er gott að fá sér blund áður. Fólk er meðvitaðra um umhverfið ef það er vel hvílt. Samkvæmt rannsókn sem gerð var á vegum Nasa  átti fólk að taka eftir ýmsum hættum í ökuhermi. Niðurstaðan var að þeir sem höfðu fengið sér blund voru helmingi betur á verði en hinir sem ekki höfðu fengið að sofa.

Getur lækkað blóðþrýstinginn

Bara það að hugsa um að fá sér blund getur lækkað blóðþrýsting fólks. Samkvæmt Breskri rannsókn féll blóðþrýstingur þátttakanda í svefnrannsókn á meðan þeir voru að hugsa um að blunda. Þeir þurftu ekki einu sinni að sofna til að lækka blóðþrýstinginn.

Fólk man betur

Samkvæmt þýskri rannsókn kom í ljós að þeir sem fengu sér klukkustundarblund bættu minni sitt umtalsvert. Þátttakendum var skipt í tvo hópa annar svaf í klukkutíma en hinir horfðu á DVD myndband á meðan. Rannsóknin gekk út á að muna orð og orðasambönd sem voru lesin fyrir þátttakendurna. Þeir sem fengu að sofa stóðu sig að jafnaði fimm sinnum betur en hinir sem horfðu á myndbandið.

Sköpunargáfan eykst

Ef sköpunargleðin er ekki upp á sitt besta er líklega best að leggjast á koddann og sofna djúpt. Svo djúpt að fólk fari að dreyma.  Þeir sem ná þessu eru mun meira skapndi en hinir sem ekki ná að sofna svo djúpt.

Getur komið í veg fyrir sjúkdóma

Reglulegir blundir geta komið í veg fyrir sjúkdóma. Samkvæmt grískri rannsókn sem tók til 23 þúsund manns voru þeir sem fengu sér síestu 30 prósent ólíklegri til að deyja úr hjartaáfalli en hinir sem sváfu ekki.

Jafnvel þó fólk sofni ekki getur það hvílst mjög vel með því að leggja sig upp í sófa og dorma í tíu mínútur. Svo eftir hverju er að bíða fáið ykkur blund.

Ritstjórn apríl 9, 2018 09:53