Hvaða þjóðfélagshópur er dónalegastur. Miðaldra karlar eða konur, unglingar, eldra fólk eða? Þessum spurningum er varpað fram í hópnum Sögur af dónalegum viðskiptavinum á Fésbók. Þeir sem tjá sig um málið eru flestir undir þrítugu og starfa í verslunum og á skemmtistöðum. Miðaldra konur fá lökustu einkunnina. Einn segir: Í skemmtibransanum, miðaldra konur eru langverstar og ung kona tekur undir og segir: „þær virðast vera svo óhamingjusamar að þær láta gremjuna bitna á manni.“ Annað komment svo hljóðandi „eldri konur 55+ undir áhrifum áfengis. En karlarnir fá líka sinn skammt. „Fólk í jakkafötum og pelsum sem heldur að það sé classy af því að það varð blindfullt af kampavíni. Fólk sem lítur á sig sem æðri okkur hinum, einmitt út af téðum pelsum, jakkafötum og kampavíni.“ Önnur stúlka svarar einfaldlega „miðaldra karlar“ og enn önnur segir: Vel stætt fólk komið yfir miðjan aldur sem hefur aldrei upplifað að eiga ekki aur. þetta er fólkið sem skilur ekki biðraðir og heldur að það sé merkilegra en aðrar manneskjur og annar bætir við svarið og segir: Það skilur ekki biðraðir. Skilur ekki lokunartíma. Skilur ekki að hótel þurfa kreditkortaupplýsingar. Skilur ekki áfengisafgreiðslutíma. Önnur segir „Mér hefur fundist yfirleitt þetta vera svona fólk í eldra kantinum sem ókurteisast við mig þegar kemur að því að ég þurfi að afgreiða það. Alltaf þetta tuð sem það lætur bitna á þeim sem eru í afgreiðslustörfum um hluti sem það getur ekki lagað eða ræður engu um.“ Þeir sem yngri eru fá líka sinn skammt ein segir „20-30 ára eru ansi hrokafull á stundum. Og já gamlar konur. Næsti bætir við og segir stelpur og eldri karlmenn. Kannski eru þessi komment einungis til vitnis um að okkur ber að vanda okkur í mannlegum samskiptum sama á hvaða aldri við erum og sýna ungu fólki í afgreiðslustörfum tilhlýðilega virðingu og jafnt og þeim sem eldri eru.
Sýnum kurteisi.