Allflestar manneskjur hafa ást á gömlum hlutum. Sumir vilja hafa þá í kringum sig, öðrum nægir að dást að þeim á söfnum og njóta þeirra annars staðar. Svo eru þeir sem beinlínis sækja í og safna gömlu dóti. Það fólk þræðir antíkverslanir, markaði með notaða hluti og sölusíður netsins sem bjóða upp gamla fjársjóði.
Ákveðnum hópi fólks finnst alltaf gaman að ganga um markaði þar sem gamalt dót er til sölu. Víða þar má rekast á eitthvað einstakt, hluti sem vekja minningar, skemmtilega furðugripi sem er óskiljanlegt að hafa nokkurn tíma verið framleiddir og svo auðvitað vandaða nytjamuni. Ef þú ert í hópi þeirra sem tengja við einmitt þessar tilfinningar hefur þú áreiðanlega gaman af heyra að þetta er mjög eðlilegt og hluti af sálfræðilegri uppbyggingu mannsins.
Það er nefnilega svo að með því að skoða og velta vöngum yfir gömlum hlutum, framandi og kunnuglegum, staðfestir innra með okkur þá tilfinningu að við tilheyrum séum hluti af sögunni. Þetta er svipað og þegar fólk horfir að sögulegAuthentic places that maintain their historical and cultural integrity serve as anchors of identity, offering us a sense of belonging, stability and continuityar kvikmyndir eða vísindaskáldskap, það tengir kannsi alls ekki við umhverfið, klæðnaðinn eða þær aðferðir sem tilheyra daglegum athöfnum í þessum heimi en tilfinningar fólksins og tengslin eru þau sömu og áhorfandinn getur þar af leiðandi slakað á og notið þess að skynja hið kunnuglega innan sviðsmyndar þess framandi. Þar finnur þú það sem er kallað place of authenticity eða sannur staður áreiðanleika. Hugtakið er skilgreint á þann hátt að um sé að ræða að staðir og hlutir haldi menningarlegu og sögulegu gildi og verði þar með akkeri fyrir fólk til að upplifa eigið sjálf og skapi okkur þá tilfinningu að við tilheyrum og séum hluti af framrás og þróun sögunnar.
Sannur staður áreiðanleika
Þetta er vissulega frekar flókið og óþjált hugtak þegar það er þýtt og skilgreint. En við skiljum líklega öll hvað átt er við og finnum fyrir því innra með okkur, þessi tilfinning þegar við rekumst á eitthvað sem er svo ekta og talar til okkar á einhverju plani. Við skynjum að þessi hlutur var mótaður af færum handverksmanni eða hannaður af frjóum huga og gerður og vönduðu efni, þess vegna hefur hann enst. Hann segir líka sögu, er jafnvel slitinn eftir að hafa verið handfjatlaður og elskaður af nokkrum kynslóðum.
Gamlir hlutir eru einnig margir einstakir, þ.e. þeir voru ekki fjöldaframleiddir og þess vegna ekki nákvæmlega eins og neinn annar. Það höfðar sérstaklega til margra. Fólk hefur gaman af og finnst gott að vita til þess að það eigi eitthvað sem enginn annar á. Það er notalegt og gott að tengjast slíkum hlut og auðvelt að láta sér þykja væntum hann. Við lifum á tímum fjöldaframleiðslu og þá verður hið einstæða verðmætara. Það má líka yfirfæra þessa tilfinningu sem við fáum gagnvart hlutum yfir á staði.
Öll könnumst við líklega við að hafa ferðast til einhverra áfangastaða og fundist nánast eins og við værum komin heim um leið og við lendum. Landslagið, menningin, fólkið umhverfið, arkitektúrinn höfðar sterkt til okkar, gleður okkur og gefur okkur ánægju. Ekkert af þessu þarf að vera kunnuglegt eða líkt okkar heimaslóðum en okkur finnst við samt eins og fiskur í vatni einmitt þarna og að staðurinn passi okkur.
Íslendingar eiga sér sumir slíka staði í sólarlöndum og fara á sama staðinn ár eftir ár. Víðförult fólk talar gjarnan um einhvern eða einhverja af þeim fjölmörgu stöðum sem það hefur heimsótt með ákveðinni andakt og hlýju. Þar fann ferðlangurinn einmitt þetta, djúpa samsvörun og þá tilfinningu að þarna væru þeir velkomnir. Allt hefur þetta skynjun okkar á umhverfinu að gera og það er eitthvað sem kallast á við okkar innri mann, sálina sem við upplifun. Þetta þurfa alls ekki að vera einhverjir undraverðustu eða frægustu staðir veraldar. Hér getur verið um að ræða lítið þorp á Spáni eða Ítalíu, þrönga götu í Marrakesh eða fjölmenna götu í London eða París. En hvaða eiginleikar þurfa að vera til staðar til að einmitt skapa þessa stemningu.
- Fagurfræði: Arkitektúr á staðnum, efnin sem notuð eru og hönnun húsa eru oft sérstæð og afgerandi og höfða þess vegna til okkar. Þessi atriði eru lýsandi fyrir þetta tiltekna land eða landsvæði og hefur áhrif á okkur. Þegar um muni er að ræða getur bæst við sögulegur bakgrunnur þeirra eða tengsl við okkar eigið líf.
- Öll skynfæri virkjuð: Þegar fólk upplifir tilfinninguna að það statt á place of authenticity eru öll skynfærin virk. Það er lyktin, áferðin, útlitið, hljóðin og tilfinningin sem staðurinn eða hluturinn vekur sem hjálpast að við að laða okkur að og halda okkur föstum.
- Persónuleg tengsl: Á stöðum sem höfða til okkar skapast oft persónuleg tengsl nánast undireins. Þú sest niður á torgi innan um heimamenn og finnur hlýju frá þeim eða átt í skemmtilegum samskiptum. Hlutirnir aftur á móti minna þig á ömmu eða mömmu og ykkar einstaka samband. Þá kemur þessi tilfinning að tilheyra, vera hluti af einhverju og eiga hlutdeild í því sem er að gerast.
- Saga og hefðir: Að koma til staða þar sem eiga sér langa sögu og ríkulegar hefðir er áhrifamikið og við finnum fyrir framrás tímans og endurspeglun fortíðar og nútíðar. Það höfðar til okkar og við sækjumst eftir því í listmunum og handverki, viljum læra um hvernig einmitt þetta mynstur varð til eða hvað varð til að menn þróuðu með sér ótrúlega færni í tréskurði eða annars konar vinnu.
- Andrúmsloft hlýju og sérstöðu: Að ganga inn á staði sem eru heimilislegir, þægilegir og segja hér má hreyfa sig, gera eitthvað, lifa er dásamlegt. Hvítir kaldir veggir, tómleg, bergmálandi hús taka ekki vel á móti fólki og enginn finnur þar persónuleikann sem skapaði þetta umhverfi. Þetta er ein af ástæðum þess að flestir kjósa að hafa inni á heimilum sínum hluti sem hafa persónulegt gildi, segja sögu og endurspegla persónuleika þeirra og gildi. Bringing Place Authenticity Into the Home
Heimili okkar eiga einmitt að vera þannig. Þau eiga að endurspegla persónuleikann, sýna hver við erum og hvar okkur líður vel. Þau rekja einnig ævi okkar, húsgögnin eru frá misjöfnum tíma, innréttingarnar iðulega gamlar og allir skrautmunir eiga sér sögu. Þessi var gjöf frá ömmu, annar gerður af pabba, sumt smíðað af börnunum okkar í barnaskóla og annað kom með okkur heim úr ferð um Austurlönd. Vissulega kann að vera að rýmið virki ruglingslegt og yfirfyllt á aðra en það er okkar og hefur bæði verið skapað af okkur og skapað okkur. Þess vegna heilla gamlir hlutir flestar manneskjur.
Steingerður Steinarsdóttir ritstjóri Lifðu núna skrifar.