Lamba innanlæri með graskersmauki

Anna Björk Eðvarðsdóttir matarbloggari er oft með ótrúlega einfalda, holla og fallega rétti. Sjá bloggið hennar hér. Við leituðum í hennar smiðju með uppskrift fyrir helgina. Hér er íslenska lambakjötið komið í nýrstárlegan búning sem gaman er að prófa. Já og myndin af réttinum er einnig fengin af matarbloggi Önnu Bjarkar.

Það sem þarf er:

1/2 kg. lamba innanlærisvöðvi
1/2 msk. cuminfræ
1/2 msk. kóríarnderfræ
1 hvítlauksrif, marið
4 msk. ólífu olía

500 gr. Butternut squash skrælt og saxað í bita
smjör
1/2 búnt kóríanderlauf
1 búnt grænn aspas

Aðferð:

Cuminfræ og kóríanderfræ eru marin í mortéli. Fræum, hvítlauk,salti og pipar er blandað saman við olíuna og smurt á kjötið og látið marinerast í allavega 2-3 tíma, eða yfir nótt. Ekki henda kryddleginum það er gott að dreypa honum yfir kjötið eftir steikingu. Ef þú grillar kjötið úti er það grillað á efri grind á gas grilli í 25 mín., snúið af og til, svo látið hvílast eftir steikingu í 10 mín. Ef þú steikir vöðvann í ofni er hann steiktur í 25 mín á 180°og líka látinn standa í 10 mín. Graskerið er soðið það til það er meyrt. Þá er það maukað og smjöri er blandað saman við, kryddað með salti, pipar og söxuðum kóríanderlaufum er bætt útí. Aspasinn er soðinn í 5 mín í söltu vatni og borinn fram með

Ritstjórn janúar 31, 2020 10:02