Ómótstæðileg samloka

„Góðar samlokur eru eins og besti vinur þinn. Fara með þér í ævintýraferðir, hugga þig eða gleðja þig eftir því sem þú þarft á að halda.  Þessi ber með sér sumar og sól, mátulega sæt og sölt, stökk og mjúk.  Sem sagt dásamleg!“  Þetta segir matarbloggarinn Anna Björk Eðvarðsdóttir um samlokur  almennt og þessa samloku hér, sem við fengum að seilast í á blogginu hennar. Hún sannarlega girnileg.

 

Það sem Anna Björk notar í hana er eftirfarandi:

 

Gott brauð, í sneiðum.  Súrdeigsbrauð er frábært

Auður, hvítmygluostur í sneiðum

Honey dew melóna, í sneiðum

Ferskt lauf af timían greinum

Nýmalaður svartur pipar

Smjör

 

 

 

 

Svona lýsir hún því hvernig hún býr samlokuna til.  Þetta virðist ekki vera flókið!

Brauðið er smurt vel með smjöri (ekki spara það).  Smávegis af timian laufinu og nýmöluðum svörtum pipar er dreift á  báðar sneiðarnar.  Ca. 2 góðar sneiðar af ostinum eru lagðar á  hvora brauðsneið.  2-3 þunnar melaónusneiðar eru lagaðar á aðra brauðsneiðina, síðan eru sneiðarnar lagðar saman, það er ágætt að þýsta þeim aðeins saman.  Góð smjörklípa er brædd á pönnu og samlokan steikt á meðalhita þar til hún er orðin gullin, þá er efri hliðin smurð með smjöri og steikt á þeirri hlið þar til hún er gyllt, samlokan gegnheit og osturinn  bráðinn.  Tekin af pönnunni og látin standa í smástund og jafna sig, áður en hún er skorin í tvennt og borin á borð.

 

Anna Björk hefur tekið þessar flottu myndir af samlokunum sem eru hér á síðunni og ef þú vilt sjá meira af myndum, smelltu þá á bloggið hennar hér.

Ritstjórn september 14, 2018 04:53