Tengdar greinar

Lambakjöt með grænum ólífum

Dásamlegur franskur lambakjötsréttur heitir á frummálinu Agneau aux Olives Vertes sem þýðist einfaldlega lambakjöt með grænum ólífum. Þessi franska uppskrift hefur sannarlega suðrænan blæ og íslenska lambakjötið fer einstaklega vel í réttinum. Við mælum með þessum. Stappaðar íslenskar kartöflur með rifnum parmesan fer vel með þessum rétti sem er fyrir 4-6.

1.2 kg lambalærissneiðar

200 g flesk, má nota beikon

1 msk. hveiti

1/2 dl olía

2 laukar, smátt skornir

2-3 hvítlauksrif, smátt skorin

750 g gulrætur, skornar í meðalstóra bita

3-5 dl hvítvín

2 dósir tómatmauk

2 tsk. tímían, 2 tsk. basil (best er að hafa ferskar jurtir)

4 lárviðarlauf

200 g grænar ólífur

75 g svartar ólífur

salt og svartur nýmalaður pipar

Sjóðið fleskið í vatni við vægan hita í 5 mínútur. Þurrkið það og takið pöruna af og skerið í þunnar sneiðar. Veltið lærissneiðunum upp úr hveitinu. Léttbrúnð það í pottinum, takið kjötið upp úr og setjið laukinn, hvítlaukinn, gulræturnar og fleskið í pottinn og skeikið saman í 5 mínútur. Bætið kjötinu út í ásamt hvítvíninu, tómatmauki og kryddi. Setjið lokið á pottinn og látið sjóða í eina og hálfa klukkustund. Bætið ólífunum út í í lok suðutímans og látið þær sjóða með í 10 mínútur. Kryddið með salti og pipar og smakkið réttinn til.

Kartöflustappa með parmesan:

400 g soðnar íslenskar kartöflur með hýði

1/2 dl ólífuolía

salt og pipar

rifinn parmesanostur eftir smekk

Stappið kartöflurnar saman og bætið olíu, salti, pipar og parmesanosti saman við. Hrærið létt saman og berið fram með lambakjötsréttinum.

Ritstjórn janúar 15, 2021 07:32