Lambakjöt með grænum ólífum

Dásamlegur franskur lambakjötsréttur heitir á frummálinu Agneau aux Olives Vertes sem þýðist einfaldlega lambakjöt með grænum ólífum. Þessi franska uppskrift hefur sannarlega suðrænan blæ og íslenska lambakjötið fer einstaklega vel í réttinum. Við mælum með þessum. Stappaðar íslenskar kartöflur með rifnum parmesan fer vel með þessum rétti sem er fyrir 4-6.

1.2 kg lambalærissneiðar

200 g flesk, má nota beikon

1 msk. hveiti

1/2 dl olía

2 laukar, smátt skornir

2-3 hvítlauksrif, smátt skorin

750 g gulrætur, skornar í meðalstóra bita

3-5 dl hvítvín

2 dósir tómatmauk

2 tsk. tímían, 2 tsk. basil (best er að hafa ferskar jurtir)

4 lárviðarlauf

200 g grænar ólífur

75 g svartar ólífur

salt og svartur nýmalaður pipar

Sjóðið fleskið í vatni við vægan hita í 5 mínútur. Þurrkið það og takið pöruna af og skerið í þunnar sneiðar. Veltið lærissneiðunum upp úr hveitinu. Léttbrúnð það í pottinum, takið kjötið upp úr og setjið laukinn, hvítlaukinn, gulræturnar og fleskið í pottinn og skeikið saman í 5 mínútur. Bætið kjötinu út í ásamt hvítvíninu, tómatmauki og kryddi. Setjið lokið á pottinn og látið sjóða í eina og hálfa klukkustund. Bætið ólífunum út í í lok suðutímans og látið þær sjóða með í 10 mínútur. Kryddið með salti og pipar og smakkið réttinn til.

Kartöflustappa með parmesan:

400 g soðnar íslenskar kartöflur með hýði

1/2 dl ólífuolía

salt og pipar

rifinn parmesanostur eftir smekk

Stappið kartöflurnar saman og bætið olíu, salti, pipar og parmesanosti saman við. Hrærið létt saman og berið fram með lambakjötsréttinum.